Úrskurður yfirskattanefndar

  • Rekstrarkostnaður
  • Málsmeðferð skattstjóra

Úrskurður nr. 86/2003

Gjaldár 1997-2000

Virðisaukaskattur 1996-1999

Lög nr. 75/1981, 31. gr. 1. tölul. 1. mgr., 94. gr. 1. mgr., 96. gr. 1. mgr.   Lög nr. 50/1988, 38. gr. 1. mgr.   Lög nr. 37/1993, 10. gr.  

Mál þetta varðaði endurákvörðun skattstjóra á opinberum gjöldum og virðisaukaskatti einkahlutafélags sem fyrst og fremst stafaði af því að skattstjóri taldi að hluti gjaldfærðs kostnaðar í skattskilum félagsins væri í raun persónulegur kostnaður eigenda félagsins en ekki frádráttarbær rekstrarkostnaður. Félagið krafðist ógildingar á úrskurði skattstjóra m.a. á þeirri forsendu að skattstjóra hafi borið að rannsaka málið betur. Yfirskattanefnd féllst ekki á það og benti á að félaginu hefði borið að sýna fram á frádráttarbærni þeirra útgjalda sem færð hefðu verið til frádráttar tekjum. Var talið að skattstjóri hefði sinnt rannsóknarskyldu sinni á tilhlýðilegan hátt.

I.

Með kæru, dags. 29. apríl 2002, hefur umboðsmaður kæranda skotið til yfirskattanefndar úrskurði skattstjóra, dags. 29. janúar 2002, um endurákvörðun áður álagðra opinberra gjalda kæranda gjaldárin 1997, 1998, 1999 og 2000 og ákvörðun virðisaukaskatts árin 1996, 1997, 1998 og 1999. Er þess krafist í kærunni að úrskurður skattstjóra verði felldur úr gildi vegna vanrannsóknar og ófullnægjandi rökstuðnings skattstjóra, en til vara að fallist verði efnislega á frádráttarbærni tiltekinna gjaldaliða og færslu innskatts. Þá er krafist niðurfellingar álags. Ennfremur er gerð krafa um greiðslu málskostnaðar úr ríkissjóði.

II.

Málavextir eru þeir að með bréfi, dags. 12. september 2000, krafði skattstjóri kæranda skýringa á nokkrum atriðum varðandi ársreikning kæranda fyrir árið 1999 sem fylgdi skattframtali félagsins árið 2000 og í framhaldi af svarbréfi umboðsmanns kæranda, dags. 29. september 2000, krafði skattstjóri kæranda um hreyfingalista bókhalds vegna rekstraráranna 1996, 1997, 1998 og 1999 og nánari skýringa um ýmis atriði, meðal annars um starfsemina, bifreiðar, starfsmenn og starfsstöð, útibú og geymslur með bréfi, dags. 22. janúar 2001, sbr. 94. og 96. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, og 38. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Af hálfu umboðsmanns kæranda var fyrirspurn skattstjóra svarað og lögð fram umbeðin gögn með bréfi, dags. 8. febrúar 2001. Kom meðal annars fram í bréfinu að tveir aðilar störfuðu allt árið hjá kæranda, en á sumrin starfaði sumarstarfsfólk stuttan tíma í senn sem til samans jafngilti ársverki eins starfsmanns. Starfsstöð kæranda væri að T og starfsemin væri fólgin í túnþökusölu, lagningu túnþakna og í túnþökuskurði. Í framhaldi af þessu krafði skattstjóri kæranda með bréfi, dags. 16. mars 2001, um tiltekin fylgiskjöl bókhalds rekstrarárin 1996, 1997, 1998 og 1999, upplýsingar um rekstrarkostnað tengivagnsins S rekstrarárin 1996, 1997, 1998 og 1999 og vélsleða V og hengivagnsins K rekstrarárið 1999, sbr. 94. og 96. gr. laga nr. 75/1981 og 38. gr. laga nr. 50/1988. Í bréfi skattstjóra, dags. 17. apríl 2001, kom fram að hann hefði hinn 26. mars 2001 móttekið umbeðin fylgiskjöl úr bókhaldi kæranda. Áréttuð var krafa um fullnægjandi upplýsingar varðandi rekstrarkostnað fyrrgreindra tækja. Ennfremur krafði skattstjóri kæranda um rökstuðning fyrir því að um væri að ræða kostnað til öflunar tekna í rekstri kæranda í samræmi við ákvæði 31. gr. laga nr. 75/1981 vegna nefndra rekstrartækja og vegna 139 fylgiskjala úr bókhaldi kæranda sem skattstjóri tilgreindi í bréfinu, sbr. 94. og 96. gr. laga nr. 75/1981 og 38. gr. laga nr. 50/1988. Umboðsmaður kæranda gerði grein fyrir hinum umspurðu atriðum með bréfi, dags. 27. apríl 2001. Í framhaldi af því fóru tveir starfsmenn eftirlitsdeildar skattstjóra hinn 18. júní 2001 til athugunar á starfsstöðvum kæranda að T og að G. Skýrsla eftirlitsdeildarinnar vegna þessa, dags. 19. júní 2001, var send kæranda með bréfi hinn 20. júní 2001. Með bréfi, dags. 24. júní 2001, gerði kærandi nánari grein fyrir ýmsum atriðum vegna vettvangsrannsóknar eftirlitsdeildarinnar. Næst gerðist það í málinu að skattstjóri boðaði B til heimilis að T, til skýrslutöku hjá skattstjóra og fór hún fram 14. september 2001, þar sem B var spurður um ýmis atriði varðandi aðstöðu kæranda að T og notkun hennar. Fram kom í skýrslunni að B væri helmingseigandi að T á móti G. Var kæranda sent afrit skýrslunnar með bréfi, dags. 17. september 2001, og gefinn kostur á að gera athugasemdir vegna hennar.

Með bréfi, dags. 10. október 2001, boðaði skattstjóri kæranda endurákvörðun opinberra gjalda félagsins gjaldárin 1997, 1998, 1999 og 2000 og endurákvörðun virðisaukaskatts árin 1996, 1997, 1998 og 1999. Um var að ræða boðaða lækkun á gjaldfærðum kostnaði um 252.409 kr. rekstrarárið 1996, um 741.998 kr. rekstrarárið 1997, um 1.234.541 kr. rekstrarárið 1998 og um 443.596 kr. rekstrarárið 1999 og lækkun innskatts um 23.856 kr. árið 1996, um 133.168 kr. árið 1997, um 80.345 kr. árið 1998 og um 16.222 kr. árið 1999 auk beitingar 25% álags á vantalda skattstofna í samræmi við ákvæði 2. mgr. 106. gr. laga nr. 75/1981 og 10% álags á vangreiddan virðisaukaskatt, sbr. 1. og 2. mgr. 27. gr. laga nr. 50/1988. Þá boðaði skattstjóri hækkun eignarskattsstofns kæranda gjaldárið 1999 um 127.807 kr. auk 25% álags á þá hækkun.

Umboðsmaður kæranda mótmælti hluta boðaðra breytinga skattstjóra með bréfi, dags. 20. nóvember 2001. Í framhaldi af því tilkynnti skattstjóri kæranda hinn 29. janúar 2002 að hann hefði hrundið boðuðum breytingum í framkvæmd, en þó þannig að lækkun gjaldfærðs kostnaðar rekstrarárið 1999 varð 434.606 kr. í stað 443.596 kr. og lækkun innskatts það ár varð 14.453 kr. í stað 16.222 kr., og endurákvarðaði opinber gjöld kæranda gjaldárin 1997, 1998, 1999 og 2000 og virðisaukaskatt kæranda árin 1996, 1997, 1998 og 1999 í samræmi við það.

III.

Umboðsmaður kæranda hefur skotið úrskurði skattstjóra um endurákvörðun, dags. 29. janúar 2002, til yfirskattanefndar með kæru, dags. 29. apríl 2002. Er gerð sú aðalkrafa að úrskurður skattstjóra um endurákvörðun opinberra gjalda kæranda umrædd gjaldár og virðisaukaskatts umrædd ár verði felldur úr gildi. Til vara er gerð sú krafa að hluti hins gjaldfærða kostnaðar, sem tiltekinn er nánar í kærunni, verði látinn standa óbreyttur eða sem nemur 123.097 kr. gjaldárið 1997, 316.393 kr. gjaldárið 1998, 972.030 kr. gjaldárið 1999, 268.412 kr. gjaldárið 2000, að samsvarandi innskattur verði látinn standa óbreyttur og að álag að fjárhæð 698.876 kr. á vantalda skattstofna verði fellt niður. Þessi fjárhæð er samtala álagsfjárhæða skattstjóra vegna hækkunar tekjuskatts- og eignarskattsstofna kæranda greind gjaldár samkvæmt úrskurði skattstjóra um endurákvörðun, dags. 29. janúar 2002. Þá er gerð krafa um greiðslu málskostnaðar úr ríkissjóði, sbr. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd. Upplýst er að málskostnaður nemi samtals 128.000 kr. Til stuðnings aðalkröfu kveður umboðsmaðurinn málsmeðferð skattstjóra ekki hafa verið í samræmi við stjórnsýslulög nr. 37/1993. Eftir mikil bréfaskipti hafi ríkt töluverður ágreiningur um einstök atriði og málsatvik. Ef deilt sé um atvik sem hafi verulega þýðingu fyrir úrlausn máls, eins og við eigi í tilviki kæranda, beri stjórnvöldum að leggja áherslu á að rannsaka þann þátt málsins nánar. Ágreiningur kæranda og skattstjóra um einstök atriði málsins hefði því átt að gefa skattstjóra tilefni til frekari rannsókna í málinu en það hefði skattstjóri ekki gert. Nefnir umboðsmaðurinn nokkur dæmi í þessu sambandi, einkum varðandi tilefni ferða. Þá vísar umboðsmaðurinn til skýringarrits um stjórnsýslulög, bls. 115, þar sem fram komi að stjórnvöld geti ekki komist hjá því að rannsaka mál á viðhlítandi hátt með því að beita sönnunarreglum í stað rannsókna. Þar sem staðreyndir máls séu ekki nægilega upplýstar sé stjórnvöldum oftast óheimilt að grípa til mats- eða sönnunarreglna fyrr en þau hafi árangurslaust reynt að rannsaka mál á tilhlýðilegan hátt. Skattstjóri taki ítrekað fram í úrskurði sínum: „Skattstjóri telur verulega skorta á að félagið hafi sýnt fram á að um sé að ræða frádráttarbæran kostnað“. Hér grípi skattstjóri til mats. Hann telji verulega skorta á eitthvað, en rannsaki ekki málsatvikin frekar. Einnig sé ágreiningur um hvort eikar- eða beykiparket sé á starfsstöð kæranda. Ekki verði séð hvernig skattstjóri geti haldið fram andstæðu án þess að færa fyrir því sönnur. Kærandi hafi a.m.k. talið sig hafa keypt eikarparket, en skattstjóri telji sig vita betur en sölumenn í gólfefnaverslunum. Nánar fjallar umboðsmaður kæranda um þetta, sérstaklega með tilliti til gjaldfærðs ferðakostnaðar vegna tilgreindra ferða og vefengingar skattstjóra á því að ferðatilefni hafi tengst rekstri kæranda. Í þessu sambandi er vísað til skyldu stjórnvalds til að afla nægilegrar sérkunnáttu þegar slíks sé þörf.

Samkvæmt framansögðu telur umboðsmaður kæranda að skattstjóri hafi ekki séð til þess að málið væri nægjanlega upplýst áður en hann tók ákvörðun í því, sbr. rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, og að rökstuðningur skattstjóra hafi ekki verið fullnægjandi. Af þessum sökum beri að fella úrskurð hans um endurákvörðun úr gildi.

Þau atriði sem sæta kæru samkvæmt varakröfu kæranda eru eftirfarandi:

1. Rafmagnsvifta.

Í bréfi kæranda, dags. 27. apríl 2001, voru gefnar þær skýringar við fyrirspurn skattstjóra, dags. 17. apríl 2001, varðandi fskj. nr. 38 rekstrarárið 1996 (Rug-vifta frá Byko) að fjárhæð 12.535 kr. með virðisaukaskatti að um væri að ræða viftu til að lofta um vinnuskúr. Í boðunarbréfi skattstjóra, dags. 10. október 2001, kvaðst hann hafa í hyggju að fella gjaldfærðan kostnað vegna viftunnar 10.422 kr. niður og lækka innskatt 2.553 kr. samsvarandi á þeim forsendum að skýringar kæranda væru ótrúverðugar þar sem rafmagn væri að öllu jöfnu ekki í vinnuskúrum, auk þess sem ekki væri þörf á viftu vegna óverulegrar viðveru starfsmanna þar. Í bréfi, dags. 20. nóvember 2001, kvað umboðsmaðurinn skattstjóra ekki hafa sýnt fram á með neinum hætti að ekki væri rafmagn í vinnuskúr kæranda, auk þess sem óupplýst væri af hálfu skattstjóra hver viðvera starfsmannanna væri. Þá yrði ekki séð að viðvera starfsmanna kæmi málinu við þar sem viftan væri notuð í umræddum vinnuskúr til loftræstingar þegar starfsmenn væru á svæðinu. Í úrskurði sínum um endurákvörðun, dags. 29. janúar 2002, kvaðst skattstjóri telja að verulega skorti á að kærandi hefði sýnt fram á að um frádráttarbæran rekstrarkostnað hefði verið að ræða og virtist kostnaðurinn tengjast eigendum kæranda persónulega. Heimild til frádráttar tekjum samkvæmt 31. gr. laga nr. 75/1981 væri undantekning frá þeirri meginreglu sem fram kæmi í 2. gr. laganna að allar tekjur lögaðila skyldu skattleggjast. Undantekninguna bæri að túlka þröngt og þyrfti lögaðili að sýna fram á með ótvíræðum hætti að frádráttarheimild væri til staðar.

Í kæru til yfirskattanefndar er greint frá því að rafmagn hafi verið leitt í vinnuskúr og gert sé ráð fyrir aðbúnaði fyrir starfsmenn, svo sem rafmagnshitara, samlokugrilli, örbylgjuofni og útvarpstæki. Í vinnuskúrnum sé svefnaðstaða sem nýtt sé fyrir starfsmenn kæranda þegar þeir séu við vinnu fyrir austan fjall, s.s. við stöflun á túnþökum, enda sé þeim ekki ekið daglega á milli starfsstöðvar og höfuðborgarsvæðisins þar sem þeir eigi heima. Rafmagnsviftan hafi verið keypt og komið fyrir í vinnuskúrnum til varnar raka og sagga.

2. Ferðakostnaður.

Rekstrarár 1996.

Fskj. 504 að fjárhæð 79.580 kr. er vegna ferðar til San Francisco, sbr. reikning frá Samvinnuferðum-Landsýn. Af hálfu kæranda kom fram að umræddur kostnaður væri vegna ferðar til skoðunar á túnþökuskurðarvélum, sbr. svarbréf, dags. 27. apríl 2001, og andmælabréf, dags. 20. nóvember 2001. Skattstjóri felldi þennan kostnað niður á þeim forsendum að kærandi hefði ekki lagt fram nein gögn til staðfestingar á skýringum, enda þættu skýringar kæranda í meira lagi ótrúverðugar og ónákvæmar. Verulega þætti skorta á að sýnt hefði verið fram á að um frádráttarbæran rekstrarkostnað væri að ræða í skilningi 1. tölul. 31. gr. laga nr. 75/1981. Einu gögnin vegna greindrar ferðar, sem lögð hefðu verið fram, væru flugfarseðill og afrit af heimasíðu sölufyrirtækis túnþökuskurðarvéla sem hver sem er gæti prentað út, sbr. úrskurð skattstjóra um endurákvörðun, dags. 29. janúar 2002. Í kæru til yfirskattanefndar er staðhæft að umrædd ferð til San Francisco hafi verið farin í þeim tilgangi að skoða túnþökuskurðarvélar og til að kynnast tækninýjungum á sviði túnræktar í Bandaríkjunum. Veraldarvefurinn opni kæranda leið til að afla upplýsinga um sýningar á þessu sviði. Því sé kæranda ómögulegt að leggja fram einhverja ferðabæklinga til kynningar á sýningunum. Á hinn bóginn geti kærandi bent á vefsíður þar sem upplýsingar um sýningar komi fram eins og gert hefði verið í bréfi kæranda til skattstjóra 27. apríl 2001, en skattstjóri hafi haft þær upplýsingar að engu.

Rekstrarár 1997.

Fskj. 48 að fjárhæð 64.810 kr. er vegna ferðar til Aþenu og fskj. nr. 558 að fjárhæð 31.600 kr. er vegna ferðar til Dublin, sbr. reikninga frá Úrvali-Útsýn hf. og Samvinnuferðum-Landsýn hf. Skattstjóri spurðist fyrir um þessi tvö fylgiskjöl með bréfi, dags. 17. apríl 2001, en boðuð niðurfelling ferðakostnaðar umrætt ár nam hins vegar 114.410 kr., sbr. boðunarbréf, dags. 10. október 2001. Ekki kemur fram í boðunarbréfi í hverju mismunurinn 18.000 kr. liggur. Forsendur skattstjóra voru þær varðandi fyrrnefndu ferðina að reikningur væri stílaður á G, eiganda kæranda, en nafn félagsins væri handskrifað á reikninginn. Af hálfu kæranda hefði komið fram að um ferð á vélasýningu hefði verið að ræða en engin gögn lögð fram sem staðfestu þær skýringar, sem þættu ótrúverðugar, enda væru engir stórir vélaframleiðendur í Grikklandi. Að því er varðaði ferð til Dublin hefði komið fram hjá kæranda að ferðin hefði verið farin til að athuga með grasfræ og ræktun. Engin gögn hefðu verið lögð fram í þessu sambandi og ekki lægi fyrir hverjir hefðu farið umrædda ferð. Þætti verulega skorta á að sýnt hefði verið fram á með óyggjandi hætti að um frádráttarbæran rekstrarkostnað hefði verið að ræða í skilningi 31. gr. laga nr. 75/1981. Af hálfu kæranda var þessari breytingu ekki sérstaklega mótmælt í bréfi umboðsmanns kæranda, dags. 20. nóvember 2001, og í kæru til yfirskattanefndar, dags. 29. apríl 2002, er ekki vikið að þessu atriði undir varakröfu, en að nokkru leyti vikið að ferðum þessum í umfjöllun um formhlið málsins.

Rekstrarár 1998.

Fskj. 126 að fjárhæð 112.860 kr. og fskj. 163 að fjárhæð 33.899 kr. eru reikningar frá Flugleiðum hf. vegna flugfars og hótelkostnaður í Frakklandi. Kærandi kvað kostnaðinn hafa verið til kominn vegna fyrirhugaðra kaupa á vörubifreiðum. Skattstjóri felldi þennan kostnað niður á þeim forsendum að á reikningi væru nöfn eigenda kæranda, H og G, auk nafna tveggja sona þeirra en strikað hefði verið yfir nöfn sonanna og yrði ekki séð af fyrirliggjandi gögnum hvort þeir hefðu verið með í för eða ekki. Reikningurinn væri stílaður á H en ekki kæranda. Engin gögn hefðu verið lögð fram til staðfestingar skýringum á kostnaðinum sem þættu mjög óljósar. Af bifreiðaskrá yrði ekki séð að kærandi hefði keypt vörubifreiðar frá Frakklandi. Skorti því verulega á að sýnt hefði verið fram á rekstrarlegan tilgang ferðarinnar, sbr. boðunarbréf skattstjóra, dags. 10. október 2001, og úrskurð um endurákvörðun, dags. 29. janúar 2002. Í kæru til yfirskattanefndar er áréttað að tilgangur ferðarinnar hafi verið að kanna kaup á vörubifreið en ferðin hafi þó ekki borið árangur. Ekki komi fram hjá skattstjóra hvað leggja þurfi fram til að sanna réttmæti frádráttar.

Fskj. 612 að fjárhæð 142.200 kr. er reikningur frá Samvinnuferðum-Landsýn hf., vísaferð H og G, eigenda kæranda, til Rómar. Kærandi gaf þær skýringar að kostnaðurinn væri vegna skoðunar á tækjum til losunar á túnþökum og vegna skoðunar á vörubifreiðum, sbr. svarbréf, dags. 27. apríl 2001. Skattstjóri felldi þennan kostnað niður á þeim forsendum að augljóslega væri um skemmtiferð eigendanna að ræða, enda væru skýringar kæranda afar ósennilegar. Ekki er að finna neinn rökstuðning í kæru umboðsmannsins til yfirskattanefndar varðandi þetta kæruatriði og ekki var vikið sérstaklega að ferð þessari í andmælabréfi umboðsmanns kæranda, dags. 20. nóvember 2001. Miðað við fjárhæð lækkunar ferðakostnaðar, sem tilgreind er og mótmælt í kæru, virðist þetta atriði þó sæta kæru.

Fskj. 721 að fjárhæð 133.805 kr. er reikningur frá Flugleiðum hf. vegna ferðar til Orlando. Kærandi gaf þær skýringar að um hefði verið að ræða heimsókn á túnþökubúgarða og skoðaðar hefðu verið nýjungar í túnþökuskurðarvélum, sbr. svarbréf, dags. 29. apríl 2001, og andmælabréf, dags. 20. nóvember 2001. Skattstjóri kvað heildarfjárhæð reikningsins hafa numið 267.610 kr. og væri helmingur fjárhæðarinnar gjaldfærður. Skattstjóri felldi hinn gjaldfærða kostnað niður á þeim forsendum að reikningurinn væri vegna ferðar G, H og sona þeirra tveggja til Flórida. Augljóslega væri um fjölskylduferð að ræða um jól og áramót. Skýringar kæranda væru mjög ósennilegar. Telja mætti nær útilokað að nokkrir túnþökubúgarðar væru í Flórida, enda væri veður- og gróðurfar þar með allt öðrum hætti en á Íslandi. Þá væri ekki fallist á að árangur ferðarinnar hefði verið kaup á tilteknum búnaði, enda hefði viðkomandi búnaður verið keyptur áður en ferðin var farin. Í kæru til yfirskattanefndar kveður umboðsmaðurinn helming kostnaðarins hafa verið gjaldfærðan þar sem ferðin hafi að hluta verið skemmtiferð en að hluta í þágu kæranda. Afrakstur ferðarinnar hefði verið sá að í framhaldinu hefði verið keyptur „flothaus“ fyrir skurðarvélar kæranda. Þá sé það ekki rétt hjá skattstjóra að ekki sé að finna túnþökubúgarða í Flórida, en þar séu flestir golfvellir í heimi og slíkir vellir þurfi á viðhaldi að halda þrátt fyrir gott veður- og gróðurfar.

Rekstrarár 1999.

Fskj. 379 að fjárhæð 104.370 kr. er reikningur frá Samvinnuferðum-Landsýn hf. vegna ferðar til Lundúna. Kærandi greindi frá því að kostnaðurinn væri vegna heimsóknar í túnþökufyrirtæki til að kynnast nýjungum í ræktun, sbr. svarbréf, dags. 29. apríl 2001, og andmælabréf, dags. 20. nóvember 2001. Skattstjóri felldi þennan kostnað niður á þeim forsendum að kærandi hefði hvorki sýnt fram á né gert líklegt að um væri að ræða frádráttarbæran rekstrarkostnað í skilningi 31. gr. laga nr. 75/1981. Um væri að ræða reikning vegna helgarferðar fyrir eigendur kæranda og ellefu ára gamlan son þeirra. Engin gögn hefðu verið lögð fram sem styddu skýringar kæranda um tilgang ferðarinnar, enda þættu skýringarnar ekki trúlegar. Mikill munur væri á ræktun á Bretlandi og á Íslandi vegna mismunandi hitastigs og jarðvegs. Ekki yrði annað séð en um væri að ræða venjulega helgarferð, sbr. boðunarbréf skattstjóra, dags. 10. október 2001, og úrskurð um endurákvörðun, dags. 29. janúar 2002. Í kæru til yfirskattanefndar greinir umboðsmaður kæranda frá því að forsvarsmenn kæranda hefðu farið til Lundúna til að kynna sér tæki til starfseminnar svo sem nánar er lýst.

3. Kaffi- og matarkostnaður.

Í bréfi skattstjóra, dags. 17. apríl 2001, var kærandi krafinn um skýringar á gjaldfærðum kaffi- og matarkostnaði frá ýmsum veitingahúsum, en um var að ræða 8 tilgreinda reikninga samtals að fjárhæð 33.095 kr. rekstrarárið 1996, 12 reikninga samtals að fjárhæð 52.402 kr. rekstrarárið 1997, 10 reikninga samtals að fjárhæð 38.198 kr. rekstrarárið 1998 og 4 reikninga samtals að fjárhæð 15.830 kr. rekstrarárið 1999. Af hálfu umboðsmanns kæranda var greint frá því í bréfi, dags. 27. apríl 2001, að í öllum tilvikum væri um að ræða kostnað vegna viðskiptafunda. Kærandi hefði ekki lagt í neinn auglýsingakostnað en kysi að auglýsa sig á þennan hátt með persónulegum kynnum.

Í bréfi, dags. 10. október 2001, boðaði skattstjóri lækkun rekstrarkostnaðar sem fyrrgreindum fjárhæðum nam fyrir umrædd rekstrarár. Kvað hann kæranda ekki hafa komið fram með neinar skýringar á því hvers vegna þessi kostnaður væri færður undir matar- og kaffikostnað en ekki auglýsingakostnað eða risnu. Af skýringum kæranda yrði helst ráðið að um væri að ræða risnukostnað, þ.e. kostnað til að afla nýrra viðskiptasambanda og halda slíkum samböndum við. Í d-lið 6. gr. reglugerðar nr. 483/1994, um frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, væri kveðið á um að til staðfestingar risnukostnaði þyrfti að liggja fyrir með aðgengilegum hætti m.a. upplýsingar um tilefni risnu, hverjir hennar nutu og tengsl þeirra við fyrirtækið. Engar slíkar upplýsingar kæmu fram á umræddum fylgiskjölum og ekkert þeirra væri stílað á kæranda. Þá benti skattstjóri á að fylgiskjal nr. 720 rekstrarárið 1997 væri dagsett á Þorláksmessu og væri vegna kaupa á súkkulaði fyrir átta manns og tertu dagsins. Fráleitt væri að seljandi á túnþökum hefði valið þann dag til viðskiptafunda með slíkum viðurgjörningi. Í bréfi umboðsmanns kæranda, dags. 20. nóvember 2001, var vísað til fyrri skýringa og upplýsinga sem komið hefðu fram við skýrslutöku af B. Í úrskurði skattstjóra um endurákvörðun, dags. 29. janúar 2002, voru áréttaðar þær röksemdir sem fram komu í boðunarbréfi hans, dags. 10. október 2001, sbr. skilyrði d-liðar 6. gr. reglugerðar nr. 483/1994.

Í kæru til yfirskattanefndar er varðandi kaffi- og matarkostnað rekstrarárin 1996, 1997 og 1999 vísað til svars B við spurningu nr. 4 í skýrslutöku 14. september 2001 en þar segði: „Kona hans hefur oft verið þarna og eldað fyrir starfsmenn þá einkum fyrir G og son þeirra.“, og tekið fram að hér sé því svarað til að eldað hafi verið fyrir starfsmenn. Ekki er sérstaklega vikið að þessum gjaldalið rekstrarárið 1998.

4. Viðhaldskostnaður.

Í bréfi skattstjóra, dags. 17. apríl 2001, var kærandi krafinn um skýringar varðandi ýmis fylgiskjöl sem tilheyrðu bókhaldslykli 4305, þ.e. viðhaldi, rekstrarárið 1997 meðal annars vegna flísa og parkets. Þá var kærandi krafinn skýringa varðandi ýmis fylgiskjöl samkvæmt bókhaldslykli 4310, þ.e. vegna kaffiaðstöðu starfsfólks, sama ár. Í bréfi umboðsmanns kæranda, dags. 27. apríl 2001, var greint frá því að gólfefnin hefðu verið notuð í skrifstofu og móttöku viðskiptavina kæranda og kostnaður samkvæmt bókhaldslykli 4310 væri vegna innréttinga sem settar hefðu verið upp í kaffistofu fyrir starfsmenn kæranda. Skattstjóri boðaði kæranda m.a. niðurfellingu kostnaðar samtals að fjárhæð 177.356 kr. og lækkun innskatts samtals að fjárhæð 43.452 kr. vegna kaupa á eikarparketi og tilheyrandi, sbr. fskj. nr. 473, 694 og 560, og niðurfellingu kostnaðar að fjárhæð 93.130 kr. og lækkun innskatts að fjárhæð 22.817 kr. vegna kaupa á flísum og lími, sbr. fskj. nr. 459 og 476, sbr. boðunarbréf, dags. 10. október 2001. Vegna bókhaldslykils 4310 boðaði skattstjóri niðurfellingu kostnaðar að fjárhæð 194.741 kr. og lækkun innskatts að fjárhæð 47.712 kr., sbr. sjö fylgiskjöl nr. 502, 525, 541, 542, 543, 557 og 571. Fram kom hjá skattstjóra að gólf á starfsstöð kæranda væri lagt beykiparketi þannig að umrædd kaup á eikarparketi tengdust auðsjáanlega ekki rekstri félagsins. Þá stæðist ekki að 49 m2 af flísum hefðu verið lagðir á sama gólf sem væri tæpir 50 m2 og væri að mestu leyti lagt beykiparketi. Að því er varðaði innréttingar á kaffistofu kvað skattstjóri eftirlitsfulltrúa skattstjóra ekki hafa séð neina kaffiaðstöðu þegar þeir fóru í vettvangseftirlit á starfsstöðvar kæranda og telja mætti fullvíst miðað við eðli og umfang starfseminnar að engri slíkri kaffistofu væri til að dreifa, sbr. þær upplýsingar sem fram hefðu komið við skýrslutöku af B. Starfsmenn kæranda væru fáir og dreifðust á marga staði þegar starfsemin væri í fullum gangi og því væri engin ástæða til að vera með sameiginlega kaffistofu starfsmanna. Kærandi ætti ekkert húsnæði utan vinnuskúra og væri í meira lagi ólíklegt að það legði í meiri háttar innréttingar í leiguhúsnæði. Yrði því ekki annað séð en um væri að ræða persónulegan kostnað eigenda kæranda en ekki kostnað til öflunar tekna í skilningi 1. tölul. 31. gr. laga nr. 75/1981.

Í bréfi umboðsmanns kæranda, dags. 20. nóvember 2001, var boðuðum breytingum vegna þessara kostnaðarliða mótmælt. Að því er varðaði bókhaldslykil 4305 vísaði umboðsmaðurinn til fyrri röksemda af hálfu kæranda, en auk þess staðhæfði hann að eikarparket væri á starfsstöðinni en ekki beykiparket. Þá áréttaði hann skýringar um að flísar hefðu verið lagðar á hluta starfsstöðvarinnar og að kærandi hefði kaffiaðstöðu fyrir starfsfólk að T, enda staðfesti skýrslutaka af B það gagnstætt því sem skattstjóri héldi fram. Eins og fram hefði komið hjá B í skýrslutökunni þá kæmu starfsmenn þangað í kaffi, auk þess sem þeir gistu á staðnum þegar þeir væru á svæðinu. Fullyrðingar skattstjóra um að engin ástæða væri til að vera með sameiginlega kaffistofu fyrir starfsmenn og að ólíklegt væri að kærandi hefði lagt út í meiriháttar innréttingar vegna fyrrnefnds húsnæðis væru ekki studdar neinum haldbærum rökum.

Í úrskurði skattstjóra um endurákvörðun, dags. 29. janúar 2002, voru áréttaðar þær röksemdir sem fram komu í boðunarbréfi hans. Í kæru til yfirskattanefndar eru áréttaðar þær skýringar sem fram komu í bréfi umboðsmanns kæranda, dags. 20. nóvember 2001, en tekið fram að kæra varði 68.980 kr. kostnað vegna gólfefna, án þess að það sé skýrt nánar. Er lögð áhersla á að um eikarparket hafi verið að ræða og kaffiaðstaða sé til staðar.

5. Gjaldfærð áhöld.

Í bréfi skattstjóra, dags. 17. apríl 2001, var kærandi krafinn um skýringar varðandi fjögur fylgiskjöl samkvæmt bókhaldslykli 4075 úr rekstrarreikningi fyrir árið 1998 en um var að ræða tvo reikninga vegna tveggja kommóða frá Rúmfatalagernum, sbr. fskj. nr. 709 og 710, en hvor þeirra kostaði 5.990 kr. (með vsk.), reikning vegna borðstofusetts frá Línunni, aukastóla, sófaborð, bókahillu og skenk samtals að fjárhæð 300.000 kr. (með vsk.), sbr. fskj. nr. 713, og reikning vegna sófa frá Exo að fjárhæð 198.900 kr. (með vsk.), sbr. fskj. nr. 746. Þá var kærandi einnig krafinn um skýringar m.a. varðandi fylgiskjöl nr. 197 og 570 undir þessum gjaldalið samkvæmt rekstrarreikningi fyrir árið 1999, en um var að ræða reikning vegna örbylgjuofns, samlokugrills og ferðakassettutækis með geislaspilara frá Elko samtals að fjárhæð 35.790 kr. (með vsk.) og reikning vegna bílageislaspilara frá Bræðrunum Ormsson hf. að fjárhæð 29.900 kr. (með vsk.) Í bréfi, dags. 27. apríl 2001, gaf umboðsmaður kæranda þær skýringar að kommóðurnar væru notaðar undir skrifstofuvörur, húsgögnin væru notuð í kaffi- og fundaraðstöðu starfsfólksins og sófinn væri staðsettur í móttöku viðskiptavina. Örbylgjuofninn, samlokugrillið og ferðakassettutækið væri notað í kaffistofu starfsmanna, en örbylgjuofn sem þar hefði verið fyrir hefði eyðilagst, og geislaspilarinn væri til afþreyingar fyrir bifreiðastjóra fyrirtækisins.

Í boðunarbréfi skattstjóra, dags. 10. október 2001, var boðuð niðurfelling gjaldfærðra áhalda samkvæmt bókhaldslið 4075 rekstrarárið 1998 að fjárhæð 410.345 kr. og lækkun innskatts að fjárhæð 61.387 kr. Skattstjóri tók fram að kommóðurnar væru ekki í skrifstofuaðstöðu kæranda, auk þess sem skýringar um notkun þeirra þættu ekki trúverðugar, en kommóður væru yfirleitt ekki notaðar undir skrifstofuvörur. Borðstofusett og fleiri húsgögn samkvæmt fylgiskjali nr. 713 hefði kærandi haldið fram að væru í kaffiaðstöðu starfsfólks sem væri að T. Á reikningnum kæmi hins vegar fram að húsgögnin ætti að senda að G. Þegar eftirlitsfulltrúar skattstjóra hefðu komið í vettvangsrannsókn hefðu umrædd húsgögn ekki verið í aðstöðu kæranda að G þannig að fullvíst mætti telja að húsgögnin tilheyrðu eigendum félagsins. Þá vísaði skattstjóri einnig í þessu sambandi til vitnisburðar B við skýrslutöku um hverjir ættu innanstokksmuni í húsinu að T. Hins vegar féllst skattstjóri á að sófi samkvæmt fylgiskjali nr. 746 hefði verið í starfsaðstöðu kæranda að G. Samt sem áður væri kaupverð sófans, 159.759 kr. án virðisaukaskatts, hærra en heimilt væri að gjaldfæra að fullu, sbr. 41. gr. laga nr. 75/1981. Því væri fyrirhugað að fella niður gjaldfærslu samkvæmt fylgiskjalinu og eignfæra umrædd kaup að frádreginni 20% fyrningu 31.952 kr. sem kæmi til hækkunar á gjaldfærðum fyrningum. Mismunur kaupverðs og fyrninga 127.807 færðist til eignar hjá kæranda. Að því er varðaði fylgiskjöl nr. 197 og 570 rekstrarárið 1999 boðaði skattstjóri lækkun gjaldaliðarins sem næmi fjárhæðum þessara fylgiskjala eða um 52.763 kr. og niðurfellingu innskatts að fjárhæð 12.927 kr. Kvaðst skattstjóri ekki fallast á að tækin væru í kaffiaðstöðu starfsfólks þar sem ekki yrði séð að starfsfólk kæranda hefði kaffiaðstöðu en auk þess væri í meira lagi ósennilegt að örbylgjuofn sem keyptur hefði verið á árinu 1998 hefði eyðilagst. Þá væri fráleitt að líta á kaup á ferðageislaspilara sem gjöld til öflunar tekna samkvæmt 31. gr. laga nr. 75/1981. Engin tengsl væru á milli slíks tækis og tekjuöflunar kæranda og bæri því að líta á þennan kostnað sem persónulegan kostnað eigenda. Vísaði skattstjóri í þessu sambandi til úrskurðar yfirskattanefndar nr. 60/1998, sem birtur væri í Skatta- og tollatíðindum, 1. hefti 1998.

Í bréfi, dags. 20. nóvember 2001, vísaði umboðsmaður kæranda til fyrri skýringa um þennan kostnaðarlið rekstrarárið 1998. Eins og fram hefði komið færi stór hluti starfseminnar fram að T. Þar hefði kærandi aðstöðu og geymdi ýmis gögn vegna starfseminnar. Þá kæmi það skýrt fram í skýrslu B að hann teldi að starfsemi kæranda gæti ekki farið fram ef kærandi hefði ekki aðstöðu að T. Þar sem skattstjóri hefði ekki kynnt sér húsnæðið að T væru fullyrðingar hans ekki studdar neinum rökum. Að því er varðaði gjaldfærð áhöld rekstrarárið 1999 áréttaði umboðsmaðurinn þær skýringar að örbylgjuofn kæranda hefði bilað með þeim hætti að ekki hefði svarað kostnaði að gera við hann. Starfsfólk kæranda hefði sameiginlega kaffiaðstöðu að T og þar væri að finna ýmis áhöld sem skattstjóri hefði talið upp. Ferðageislaspilarinn væri hins vegar í bifreið kæranda.

Í úrskurði skattstjóra um endurákvörðun, dags. 29. janúar 2002, voru áréttaðar fyrri röksemdir, auk þess sem bent var á að heimild til frádráttar frá tekjum samkvæmt 31. gr. laga nr. 75/1981 væri undantekning frá þeirri meginreglu sem fram kæmi í 2. gr. sömu laga að allar tekjur lögaðila skyldu skattleggjast. Undantekninguna bæri því að túlka þröngt og þyrfti kærandi að sýna fram á með ótvíræðum hætti að frádráttarheimild væri til staðar. Þó féllst skattstjóri á gjaldfærslu samlokugrills og hitunarofns í rekstrarreikningi fyrir árið 1999, „sbr. það sem fram hefur komið um látlausa kaffiaðstöðu að T“, eða sem svaraði 8.990 kr. kostnaði og 1.768 kr. innskatti.

Í kæru umboðsmanns kæranda til yfirskattanefndar, dags. 29. apríl 2002, eru áréttaðar áður framkomnar röksemdir varðandi þennan gjaldalið rekstrarárin 1998 og 1999. Ennfremur greinir umboðsmaðurinn frá því að teskeið hefði verið sett inn í örbylgjuofninn sem fyrir var í kaffiaðstöðunni. Við það hefði ofninn bilað og ekki hefði svarað kostnaði að gera við hann.

6. Rekstrarvörur og smáverkfæri.

Í fyrirspurnarbréfi skattstjóra, dags. 17. apríl 2001, var kærandi krafinn um nánari skýringar á nokkrum fylgiskjölum tilheyrandi þessum gjaldalið í rekstrarreikningi fyrir árið 1998 meðal annars vegna fylgiskjals nr. 10, reiknings frá Ikea, ýmislegt að fjárhæð 5.833 kr., fylgiskjals nr. 459, reiknings frá Elko vegna Sharp örbylgjuofns að fjárhæð 14.950 kr., fylgiskjals nr. 582, reiknings að fjárhæð 6.085 kr. frá Ikea, mottur o.fl. og vegna fylgiskjals nr. 583, reiknings að fjárhæð 5.870 kr. frá Ikea, klukka, speglar o.fl. Allar fjárhæðir með vsk. Að því er varðaði rekstrarárið 1999 var kærandi krafinn um skýringar meðal annars varðandi fylgiskjal nr. 234, reikning frá Ikea, ýmislegt að fjárhæð 5.765 kr., fylgiskjal nr. 587, reikning frá Habitat, Asmani karfa að fjárhæð 2.300 kr. og fylgiskjal nr. 770, reikning frá Húsasmiðjunni, gönguskór, sokkar, vettlingar að fjárhæð 6.971 kr. Í svarbréfi umboðsmanns kæranda, dags. 27. apríl 2001, var greint frá því að samkvæmt fylgiskjali nr. 10 væri um að ræða glös og áhöld fyrir kaffiaðstöðu starfsfólks, fylgiskj. nr. 459 væri vegna örbylgjuofns í kaffiaðstöðu, fylgiskj. nr. 582 væru mottur í móttöku viðskiptavina og fylgiskj. nr. 583 væri vegna klukku „til að sjá hvað klukkan er við vinnu“ og spegla á salernisaðstöðu. Að því er varðaði rekstrarárið 1999 kvað umboðsmaðurinn reikning frá Ikea vera vegna hluta fyrir skrifstofu, karfan frá Habitat væri undir áhöld á skrifstofu og skór, sokkar og vettlingar frá Húsasmiðjunni væru vinnuföt fyrir starfsmann sem hefðu verið færð á rangan bókhaldslykil, en slíkt hefði átt að færast undir vinnufatnað.

Í boðunarbréfi skattstjóra, dags. 10. október 2001, var boðuð niðurfelling kostnaðar vegna umræddra fylgiskjala rekstrarárið 1998 tilgreind samtals að fjárhæð 26.191 kr. og lækkun innskatts um 6.417 kr. árið 1998. Kvað skattstjóri kæranda hafa gefið fremur óljósar og ekki trúverðugar skýringar varðandi þennan kostnað sem ekki væru að öllu leyti í samræmi við texta reikninganna. Þætti því verulega á skorta að sýnt hefði verið fram á að um væri að ræða frádráttarbæran rekstrarkostnað í skilningi 31. gr. laga nr. 75/1981. Þá var boðuð lækkun gjaldaliðarins tilgreind 13.449 kr. rekstrarárið 1999 og lækkun innskatts árið 1999 tilgreind 3.295 kr. vegna fylgiskjala nr. 234, 587 og 770 á þeim forsendum að kærandi hefði hvorki sýnt fram á né gert líklegt að um væri að ræða frádráttarbæran rekstrarkostnað í skilningi 31. gr. laga nr. 75/1981. Reikningur frá Ikea væri vegna kaupa á ramma og fleiru, skýringar um notkun Asmani körfunnar þættu í meira lagi ósennilegar þar sem skrifstofuáhöld væru yfirleitt ekki geymd í körfum. Vinnufatnaður gæti verið frádráttarbær rekstrarkostnaður ef um væri að ræða fatnað sem merktur væri viðkomandi fyrirtæki og ef starfsmanni væru reiknuð hlunnindi vegna vinnufatnaðar, auk þess ef um sérstakan hlífðarfatnað væri að ræða, svo sem, öryggisskó eða hjálma. Í tilviki kæranda væri um að ræða kaup á fatnaði sem líta yrði á sem persónulegan kostnað eigenda en ekki kostnað kæranda til öflunar tekna. Í þessu sambandi benti skattstjóri á að umræddir vettlingar væru ekki vinnuvettlingar heldur flísvettlingar.

Í bréfi umboðsmanns kæranda, dags. 20. nóvember 2001, var vísað til áður fram kominna skýringa af hálfu kæranda varðandi þessa kostnaðarliði. Tekið var fram að umrædd karfa hefði verið notuð undir bókhald. Í úrskurði skattstjóra um endurákvörðun voru áréttaðar þær röksemdir sem fram komu í boðunarbréfi hans.

Í kæru til yfirskattanefndar segir eftirfarandi um þennan gjaldalið: „Rekstrarvörur og smáverkfæri gjaldárið 1999, hér er um að ræða plastkassa, þvottapoka, ryksugu, gönguskó, sokka og vettlinga. Þetta eru allt atriði sem notuð hafa verið í rekstri kæranda. Samkvæmt kjarasamningi verkalýðsins, ber vinnuveitanda að þvo föt starfsmanna, það gerir hann ekki, en hefur tiltæk aukapör af sokkum og vettlingum að T ef svo ber við. […] Karfa sem keypt var í Habitat er notuð undir bókhald og reikninga á skrifstofu kæranda og ekki verður sú ályktun dregin að ákvæðum skattalaga að óvenjuleg meðferð slíkra gagna séu skilyrði þess að gjaldfærsla slíks verði hafnað af hálfu skattstjóra með þeim rökum að almennt séu skrifstofuáhöld ekki geymd í körfum.“ Þessi síðari athugasemd varðandi rekstrarvörur og smáverkfæri varðar breytingar skattstjóra gjaldárið 2000.

7. Ýmislegt án virðisaukaskatts.

Í bréfi skattstjóra, dags. 17. apríl 2001, var kærandi krafinn um skýringar vegna gjaldfærðs kostnaðar samkvæmt fylgiskjali nr. 226, reikningi frá Ökuskólanum í Mjódd, kennsla v/aukinna ökuréttinda fyrir H að fjárhæð 101.525 kr. og vegna fylgiskjals nr. 699, reikningi frá Securitas, bílageymslu við Leifsstöð fyrir bón og djúphreinsun að fjárhæð 11.205 kr. en báðir þessir reikningar varða rekstrarárið 1998. Í bréfi umboðsmanns kæranda, dags. 27. apríl 2001, var greint frá því að kostnaður frá Ökuskólanum væri vegna meiraprófs H þannig að betur mætti nýta starfskrafta hennar og að hún hefði réttindi til þess að aka vörubifreiðum sem væru lestaðar með túnþökum, enda þyrfti hún oft að grípa inn í störf þegar mikið væri að gera. Að því er varðaði reikning frá Securitas í Leifsstöð þá væri kostnaðurinn vegna bifreiðarinnar ... . Með bréfi skattstjóra, dags. 10. október 2001, var boðuð niðurfelling þessara tveggja kostnaðarliða á þeim forsendum að útgjöld vegna viðbótarnáms eða náms til öflunar starfsréttinda væru ekki frádráttarbær, sbr. úrskurð ríkisskattanefndar nr. 815/1987, sem birtur væri í úrskurðarhefti nefndarinnar fyrir árin 1986-1989, sbr einnig úrskurð yfirskattanefndar nr. 60/1998 sem birtur væri í Skatta- og tollatíðindum, 1. hefti 1998. Geymsla umræddrar bifreiðar væri vegna utanferðar 3. til 9. nóvember 1998. Þar sem fyrirhugað væri að fella niður ferðkostnað vegna þeirrar ferðar væri eðlilegt að fella niður kostnað samkvæmt umræddu fylgiskjali. Í andmælabréfi sínu, dags. 20. nóvember 2001, vísaði umboðsmaður kæranda til fyrri skýringa. Í úrskurði sínum um endurákvörðun studdi skattstjóri ákvörðun sína sömu rökum.

Í kæru til yfirskattanefndar kemur fram varðandi þennan kærulið að um sé að ræða kostnað vegna þurrkara og barka sem keyptur hafi verið vegna þess að í kjarasamningum sé kveðið á um að vinnuveitandi þvoi föt starfsmanna. Það sé ekki gert hjá kæranda en þurrkari hafður tiltækur til að starfsmenn geti þurrkað föt sín þegar unnið sé í votviðri.

8. Námskeið og þjálfun starfsmanna.

Í bréfi skattstjóra, dags. 17. apríl 2001, var kærandi krafinn um skýringar til staðfestingar gjaldfærslu á kostnaði að fjárhæð 82.000 kr., sbr. fylgiskjal nr. 6009 (201) í rekstrarreikningi fyrir árið 1999, reikningur frá Viðskipta- og tölvuskólanum, bókhaldsnámskeið II fyrir H. Í svarbréfi umboðsmanns kæranda, dags. 27. apríl 2001, var greint frá því að H færði bókhald fyrirtækisins og hefði þurft að afla sér meiri þekkingar til þess að anna starfinu.

Í bréfi skattstjóra, dags. 10. október 2001, var boðuð niðurfelling þessa kostnaðar byggð á þeim forsendum að bókhaldsnámskeið gætu ekki fallið undir frádráttarbær námskeið sem tengdust starfinu beint, sbr. 7. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 483/1994, þar sem slík námskeið ykju almenna hæfni þátttakenda þannig að þeir gætu tekið að sér bókhald fyrir aðra auk þess sem þeir yrðu gjaldgengari í ýmis störf á vinnumarkaðnum.

Umboðsmaður kæranda mótmælti rökstuðningi skattstjóra með bréfi, dags. 20. nóvember 2001. Á það skorti að skattstjóri hefði upplýst nánar hvernig færsla bókhalds og hæfni því tengd tengdist ekki rekstri kæranda beint. Aukin færni í færslu bókhalds sparaði kæranda útlagðan kostnað við kaup á slíkri þjónustu, auk þess sem meiri hæfni við færslu bókhalds væri kæranda og opinberum aðilum til hagsbóta.

Í úrskurði skattstjóra um endurákvörðun, dags. 29. janúar 2002, voru færð þau rök fyrir niðurfellingu þessa gjaldaliðar að kostnaður við nám, hvort heldur um væri að ræða almennt nám eða hefðbundið nám á framhalds- eða háskólastigi, félli undir persónuleg útgjöld og gæti því ekki talist til rekstrarkostnaðar samkvæmt 1. tölul. 31. gr. laga nr. 75/1981. Skipti þá ekki máli þótt unnt væri að sýna fram á að kostnaður myndi auka tekjur, annað hvort strax eða í framtíðinni. Hvorki í skattalöggjöfinni né annarri löggjöf væri heimild til að draga frá skattskyldum tekjum fjárfestingu í eigin menntun og ætti það við launþega og sjálfstætt starfandi atvinnurekendur. Í úrskurðaframkvæmd hefði verið litið svo á að kostnaður vegna námskeiða starfsmanna eða sjálfstætt starfandi manna gæti talist falla undir frádráttarbæran rekstrarkostnað, sbr. 1. tölul. 31. gr. laga nr. 75/1981, enda væri gerð fullnægjandi grein fyrir þeim námskeiðum sem sótt væru og tengslum þeirra við tekjuöflun rekstraraðila. Samkvæmt 7. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 483/1994 teldist til rekstrarkostnaðar kostnaður við námskeið sem tengdust starfinu beint. Tæki það meðal annars til námskeiða sem ætluð væru til viðhalds menntun í starfsgrein viðkomandi aðila og til þess að fylgjast með nýjungum í starfsgreininni. Almennt yrði hins vegar að líta svo á að útgjöld vegna viðbótarnáms eða náms til öflunar starfsréttinda væru ekki frádráttarbær, sbr. meðal annars úrskurð ríkisskattanefndar nr. 815/1987 og úrskurð yfirskattanefndar nr. 394/1994 (sic). Var það mat skattstjóra að námskeiðskostnaður að fjárhæð 82.000 kr. væri of viðamikill til að kostnaðurinn gæti fallið undir 7. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 483/1994. Fremur væri um að ræða persónubundið bókhaldsnámskeið sem yki almenna hæfni þátttakenda þannig að þeir gætu tekið að sér bókhald fyrir aðra auk þess sem þeir yrðu betur gjaldgengir í ýmis störf á vinnumarkaðnum.

Í kæru til yfirskattanefndar eru áréttuð fyrri mótmæli, en auk þess er því mótmælt að um eiginlegt starfsnám hafi verið að ræða, enda kosti slíkt nám hjá Viðskipta- og tölvuskólanum um 300.000 kr. Námskeiðið sem H hafi sótt hafi verið svokallað Bókhald 2 og væri þar kennt á Tok tölvubókhaldskerfi auk þess sem kennt væri að lesa úr efnahags- og rekstrarreikningum og það tengdist starfi H hjá kæranda. Við námið spöruðust töluverðir fjármunir þar sem kærandi hefði ekki þurft að kaupa þjónustu bókara. Þá bendir umboðsmaðurinn á ákvæði kjarasamnings verkalýðsfélaga um að vinnuveitanda sé skylt að greiða réttindanámskeið fyrir starfsfólk sitt.

9. Álag.

Eins og fram er komi bætti skattstjóri 25% álagi á vantalda skattstofna kæranda, sbr. heimildarákvæði í 2. mgr. 106. gr. laga nr. 75/1981, og 10% álagi á vantalinn virðisaukaskatt, sbr. 1. og 2. mgr. 27. gr. laga nr. 50/1988. Í boðunarbréfi skattstjóra, dags. 10. október 2001, kom fram af þessu tilefni að annmarkar á framtalsgerð kæranda umrædd ár þættu þess eðlis að ekki yrði komist hjá álagsbeitingu, enda hefði ítrekað verið gjaldfærður kostnaður sem fremur teldist persónulegur kostnaður eigenda kæranda en rekstrarkostnaður félagsins. Þá hefðu skýringar verið óljósar, óveruleg grein hefði verið gerð fyrir risnutilefnum og upplýsingar verið rangar að því er varðaði staðsetningu á skrifstofu félagsins. Skattstjóri vakti athygli á 3. mgr. 106. gr. laga nr. 75/1981 þar sem fram kæmi að falla skyldi frá álagsbeitingu ef skattaðili færði rök fyrir því að honum yrði eigi kennt um annmarka á framtali sem og ákvæðum 6. mgr. 27. gr. laga nr. 50/1988 þar sem fram kæmi að fella mætti niður álag ef aðili færði gildar ástæður sér til málsbóta. Í andmælabréfi umboðsmanns kæranda, dags. 20. nóvember 2001, var bent á að ágreiningur málsins varðaði umdeilanlegan kostnað. Í úrskurði sínum um endurákvörðun, dags. 29. janúar 2002, ítrekaði skattstjóri rök sín fyrir álagsbeitingu.

Í kæru til yfirskattanefndar er álagsbeitingu alfarið mótmælt, enda sé sá kostnaður sem um sé deilt augljóslega umdeilanlegur eins og orðalag skattstjóra í boðunarbréfi embættisins beri merki. Verði því ekki séð að annmarkar hafi verið á framtalsgerð kæranda.

10. Málskostnaður.

Umboðsmaður kæranda krefst þess í kæru til yfirskattanefndar að kæranda verði úrskurðaður málskostnaður til greiðslu úr ríkissjóði samkvæmt 2. mgr. 8. gr. laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd, með áorðnum breytingum. Tekið er fram að um sé að ræða keypta þjónustu í 16 klst. á 8.000 kr. eða samtals 128.000 kr. Auk þess hafi þurft að leita til endurskoðanda kæranda um frekari upplýsingar.

IV.

Með bréfi, dags. 19. júlí 2002, hefur ríkisskattstjóri fyrir hönd gjaldkrefjenda lagt fram svofellda kröfugerð:

„Aðalkrafa kæranda:

Kærandi byggir á því að skattstjóri hafi við meðferð málsins brotið gegn rannsóknarreglu þeirri sem fram kemur í 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og að ákvörðun skattstjóra hafi ekki verið rökstudd á fullnægjandi hátt í samræmi við ákvæði 22. gr. sömu laga.

Í þessu sambandi bendir ríkisskattstjóri á að ákvæði 1. mgr. 31. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, er samkvæmt orðalagi sínu heimildarákvæði og er það því undantekning frá þeirri meginreglu að mönnum sé skylt að greiða tekjuskatt af öllum tekjum sínum, sbr. 1. gr. laganna. Af þessu leiðir að kæranda ber að sýna fram á að skilyrðum frádráttar samkvæmt ákvæðinu sé fullnægt. Ríkisskattstjóri hafnar því að það hafi átt undir skattstjóra að rannsaka málið á þann hátt sem kærandi gerir kröfu um í kæru sinni heldur hafi kæranda borið að sýna fram á að um frádráttarbæran rekstrarkostnað hafi verið að ræða. Í þessu sambandi bendir ríkisskattstjóri á að skattstjóri kallaði eftir hreyfingalistum bókhalds og óskaði eftir frekari upplýsingum og gögnum frá kæranda. Þá voru farnar eftirlitsferðir á starfsvettvang kæranda og skýrsla tekin. Þá var kæranda margoft veittur andmælaréttur svo sem með fyrirspurnarbréfi, dags. 17. apríl 2001, og boðunarbréfi, dags. 10. október 2001, auk þess sem kæranda voru sendar skýrslur vegna eftirlitsferðar starfsmanna eftirlitsdeildar skattstofunnar sem farin var 18. júní 2001 og vegna skýrslutöku 14. september 2001 og honum gefinn kostur á að gera athugasemdir við það sem þar kom fram. Telur ríkisskattstjóri úrskurð skattstjóra nægilega rökstuddan enda rökstuddi skattstjóri niðurfellingu hvers kostnaðarliðar fyrir sig í úrskurði sínum.

Varakrafa kæranda:

Kærandi gerir þær kröfur til vara að lækkun skattstjóra á tilgreindum kostnaðarliðum verði felld niður.

Ríkisskattstjóri bendir á skilyrði skv. 1. tölul. 31. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, er að rekstrarkostnaðurinn, sem kemur til frádráttar rekstrartekjum, séu gjöld á árinu sem gangi til að afla teknanna, tryggja þær og halda þeim við. Þar sem kærandi þykir ekki hafa sýnt fram á að honum beri réttur til meiri frádráttar en þess sem skattstjóri hefur heimilað, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 31. gr. laga nr. 75/1981, er þess krafist að úrskurður skattstjóra verði staðfestur með vísan til forsendna hans, enda hafa ekki komið fram nein þau gögn eða málsástæður varðandi kæruefnið sem gefa tilefni til breytinga á ákvörðun skattstjóra.“

Með bréfi yfirskattanefndar, dags. 24. júlí 2002, var kæranda sent ljósrit af kröfugerð ríkisskattstjóra í málinu og honum gefinn kostur á að tjá sig um kröfugerðina og leggja fram gögn til skýringar.

Með bréfi, dags. 25. júlí 2002, hefur umboðsmaður kæranda gert eftirfarandi grein fyrir athugasemdum sínum:

„Ríkisskattstjóri byggir afstöðu sína um að skattstjóri hafi gætt nægilega að rannsóknarreglunni og rökstuðningi á því, að 1. mgr. 31. gr. laga nr. 75/1981 sé heimildarákvæði og því undantekning frá meginreglunni um greiðslu tekjuskatts af öllum tekjum lögaðila. Því er ekki neitað að 1. mgr. 31. gr. tsl. er heimildarákvæði, en það er heldur ekki hægt að líta fram hjá því að mál þetta byrjar af hálfu skattyfirvalda og er íþyngjandi fyrir kæranda. Það eitt að um heimildarákvæði sé að ræða, getur ekki á neinn hátt leitt til þess að réttur sá, sem einstaklingum og lögaðilum er tryggður í stjórnsýslulögunum sé á einhvern hátt minni eða lakari kröfur gerðar til rökstuðnings og rannsókna heldur en ef ekki væri um heimildarákvæði að ræða. Kærandi hefur sýnt fram á að skilyrði til frádráttar séu fyrir hendi, en það var sama hvað sýnt var fram á ekkert var nægjanlega vel rökstutt eða ígrundað, svo að skattstjóri gæti fallist á frádrátt. Að öðru leyti en hér er fram komið ítrekar kærandi rökstuðning sinn um að skattstjóri grípi til mats- og sönnunarreglna eins og fram kemur í kæru frá 29. apríl 2002.

Þá ítrekar kærandi varakröfu sína.“

V.

Starfsemi kæranda í máli þessu er fólgin í skurði, sölu og lagningu á túnþökum. Eigendur kæranda eru G og H og eiga þau félagið að jöfnu. Samkvæmt því sem fram kemur í málsgögnum eru starfsstöðvar félagsins að T og að G, en þar er skrifstofuaðstaða þess í íbúðarhúsnæði eigenda, sbr. bréf kæranda til skattstjóra, dags. 8. febrúar 2001, skýrslu um vettvangsskoðun, dags. 19. júní 2001, og athugasemdir kæranda vegna hennar, dags. 24. júní 2001. Í bréfi kæranda til skattstjóra, dags. 29. september 2000, kemur fram að félagið hafi aðstöðuna að T á leigu, en um sé að ræða geymsluhúsnæði ásamt útisvæði og íbúðarhúsi.

Umboðsmaður kæranda hefur gert þá aðalkröfu í málinu að úrskurður skattstjóra um endurákvörðun, dags. 29. janúar 2002, vegna álagningar opinberra gjalda kæranda gjaldárin 1997, 1998, 1999 og 2000 og ákvörðunar virðisaukaskatts árin 1996, 1997, 1998 og 1999 verði með öllu felldur úr gildi af formlegum ástæðum. Hefur umboðsmaðurinn borið því við að skattstjóra hafi borið að rannsaka mál kæranda betur í stað þess að grípa til mats- eða sönnunarreglna, auk þess sem rökstuðningi skattstjóra hafi verið ábótavant. Rekur umboðsmaðurinn nánar rök fyrir þessu í kærunni, reifar reglur stjórnsýsluréttar í því sambandi og fjallar um ályktanir skattstjóra, m.a. varðandi það hvort sýnt hafi verið fram á að tilgangur ferða hafi tengst rekstri kæranda. Áréttar umboðsmaður kæranda sjónarmið sín með bréfi, dags. 25. júlí 2002.

Vegna viðbáru umboðsmanns kæranda um rannsóknarannmarka er rétt að rekja gang málsins frá því að það hófst með bréfi skattstjóra til kæranda, dags. 12. september 2000, þar sem óskað var eftir tilteknum skýringum varðandi skattframtal kæranda árið 2000. Í framhaldi af svarbréfi kæranda, dags. 29. september 2000, óskaði skattstjóri, með bréfi, dags. 22. janúar 2001, eftir skýringum og gögnum varðandi skattframtöl kæranda árin 1997, 1998, 1999 og 2000, ásamt hreyfingalistum úr bókhaldi félagsins fyrir rekstrarárin 1996, 1997, 1998 og 1999. Að fengnu svari kæranda og gögnum, sbr. bréf, dags. 8. febrúar 2001, óskaði skattstjóri eftir því að ljósrit tiltekinna fylgiskjala úr bókhaldi félagsins umrædd ár yrðu lögð fram, sbr. bréf, dags. 16. mars 2001. Gögn þessi voru móttekin hjá skattstjóra þann 26. mars 2001 og með bréfi, dags. 17. apríl 2001, óskaði skattstjóri eftir frekari skýringum varðandi tilgreind atriði sem og rökstuðningi kæranda fyrir því að tilteknir kostnaðarliðir gætu talist frádráttarbær kostnaður í skilningi 1. mgr. 1. tölul. 31. gr. laga nr. 75/1981. Voru fylgiskjölin listuð upp með greinilegum og aðgengilegum hætti þar sem fram komu ár, fylgiskjalsnúmer, fjárhæðir og hvað verið var að greiða. Svarbréf kæranda, dags. 27. apríl 2001, barst skattstjóra þann 2. maí það ár, og voru í bréfinu gefnar frekari skýringar á þeim kostnaðarliðum sem skattstjóri hafði spurt um. Næst gerðist það í málinu að starfsmenn skattstjóra skoðuðu starfsstöðvar kæranda að T og að G, hinn 18. júní 2001. Var kæranda send skýrsla vegna þessarar vettvangsskoðunar, dags. 19. júní 2001, með bréfi, dags. 20. júní 2001, og gefið færi á að koma athugasemdum sínum á framfæri sem gert var með bréfi félagsins, dags. 24. júní 2001. Í síðastgreindu bréfi kom m.a. fram að B og G, annar eigenda kæranda, ættu T í sameiningu og leigði sá síðarnefndi kæranda sinn hlut í íbúðarhúsi, hlöðu, fjósi og geymslusvæði. Skrifstofa kæranda hefði á tímabili verið að T en verið flutt að G, þar sem það hefði hentað betur. Í framhaldi af þessu bréfi boðaði skattstjóri B til skýrslutöku sem fram fór þann 14. september 2001. Liggur endurrit skýrslutökunnar fyrir í málinu. Var B spurður um aðstæður að T, notkun húsakynna og aðstöðu þar í þágu kæranda að öðru leyti svo og hverjir ættu innanstokksmuni þar. Skýrsla þessi var send kæranda með bréfi, dags. 17. september 2001, og félaginu gefið færi á að koma að athugasemdum. Engar athugasemdir við skýrsluna bárust af hálfu kæranda. Með bréfi, dags. 10. október 2001, boðaði skattstjóri kæranda hinar kærðu breytingar á skattframtölum félagsins árin 1997, 1998, 1999 og 2000 og virðisaukaskatti árin 1996, 1997, 1998 og 1999. Af hálfu kæranda var hluta boðaðra breytinga mótmælt með bréfi umboðsmanns félagsins til skattstjóra, dags. 20. nóvember 2001. Í kjölfarið hratt skattstjóri boðuðum breytingum nánast óbreyttum í framkvæmd með úrskurði um endurákvörðun, dags. 29. janúar 2002.

Ágreiningur í máli þessu varðar gjaldfærðan rekstrarkostnað í rekstrarreikningum kæranda fyrir árin 1996, 1997, 1998 og 1999 og er fyrst og fremst um það að ræða að skattstjóri hefur talið að hluti gjaldfærðs kostnaðar hafi í raun verið persónulegur kostnaður eigenda kæranda en ekki frádráttarbær rekstrarkostnaður samkvæmt 1. mgr. 1. tölul. 31. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt. Samkvæmt 1. mgr. 1. tölul. 31. gr. laga nr. 75/1981 er heimilað að draga rekstrarkostnað frá tekjum lögaðila og þeim tekjum manna sem stafa af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, „það er þau gjöld sem eiga á árinu að ganga til að afla teknanna, tryggja þær og halda þeim við … og það sem varið er til tryggingar og viðhalds eignum þeim sem arð bera í rekstrinum“. Ákvæði þetta er samkvæmt orðalagi sínu heimildarákvæði og er það því undantekning frá þeirri meginreglu að lögaðilum sé skylt að greiða tekjuskatt af öllum tekjum sínum, sbr. 2. gr. laganna. Ber skattaðila því að sýna fram á að skilyrðum frádráttar samkvæmt ákvæðinu sé fullnægt, þ.m.t. að fyrir liggi gögn sem beri tilefni útgjalda með sér á fullnægjandi hátt, sbr. m.a. dóma Hæstaréttar Íslands 30. janúar 1997 í málinu nr. 3/1997 (H 1997:385) og 20. febrúar 1997 í málinu nr. 163/1996 (H 1997:759). Almennur kostnaður vegna heimilis og fjölskyldu og annarra persónulegra þarfa er ekki frádráttarbær.

Skattstjóra bar að sjá til þess að málið væri nægjanlega upplýst áður en hann tók ákvörðun í því, sbr. 1. mgr. 96. gr. laga nr. 75/1981 og rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þá ber þess að geta að í 1. mgr. 94. gr. laga nr. 75/1981 og 1. mgr. 38. gr. laga nr. 50/1988 er mælt fyrir um upplýsingaskyldu gagnvart skattyfirvöldum og hvílir skylda þessi á öllum aðilum bæði framtalsskyldum og öðrum og skiptir ekki máli hvort upplýsingarnar varða þann aðila, sem beiðninni er beint til, eða þau skipti annarra aðila við hann, sem hann getur veitt upplýsingar um og varða skattlagningu þeirra aðila eða eftirlit með eða rannsókn á henni. Á þessum ákvæðum byggðist krafa skattstjóra um framlagningu gagna og skýringa af hendi kæranda, sbr. m.a. bréf skattstjóra, dags. 22. janúar og 16. mars 2001, og þargreindar lagatilvísanir. Á þessum grundvelli og að öðru leyti í samræmi við rannsóknarreglu bar kæranda að leggja sitt af mörkum til að upplýsa málið. Þá ber að hafa í huga að eins og að framan greinir ber kæranda að sýna fram á frádráttarbærni þeirra útgjalda sem hann færði til frádráttar tekjum sínum. Vegna athugasemda kæranda, sem einkum lúta að sönnun fyrir tilgangi ferða og tegund gólfefna, skal tekið fram að það stóð kæranda næst að upplýsa um það, enda varð að ætla að félagið hefði nauðsynleg gögn þar að lútandi og ætti hægast með að leggja fram nauðsynlegar upplýsingar. Þá er tilefni til að benda á að kærandi undi breytingum skattstjóra að verulegu leyti.

Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið og að virtum undirbúningi málsins af hendi skattstjóra verður ekki annað talið en skattstjóri hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni á tilhlýðilegan hátt. Þá verður ekki séð að rökstuðningi skattstjóra hafi verið áfátt svo sem umboðsmaður kæranda heldur fram, þannig að ómerkja beri breytingar skattstjóra að neinu leyti af þeim sökum, en umboðsmaðurinn hefur ekki tilgreint sérstaklega neina þætti málsins í þessu sambandi.

Samkvæmt framansögðu verður ekki talið að neinir þeir annmarkar hafi verið á rannsókn málsins og rökstuðningi af hendi skattstjóra þannig að ómerkja beri hinn kærða úrskurð um endurákvörðun af þeim sökum. Er aðalkröfu kæranda því hafnað.

Víkur þá að varakröfu kæranda sem varðar einstök ágreiningsefni málsins.

1. Rafmagnsvifta.

Samkvæmt þessum kærulið, sem varðar rekstrarárið 1997, er deilt um kostnað vegna kaupa á viftu í vinnuskúr kæranda, sem telja verður að sé staðsettur í R, sbr. það sem fram kemur í skýrslu skattstjóra, dags. 19. júní 2001, um heimsókn á starfsstöðvar kæranda. Skattstjóri taldi ótrúverðugt að viftan hefði verið keypt í þágu kæranda, enda væri alla jafna ekki rafmagn í vinnuskúrum, auk þess sem viðvera starfsmanna væri ekki mikil þar. Fram kemur í kæru til yfirskattanefndar að rafmagn hafi verið fyrir hendi í þeim vinnuskúr, sem umdeild vifta sé í, og að fyrir komi að starfsmenn sofi í þessum skúr. Að virtum skýringum kæranda þykir mega fallast á frádráttarbærni kostnaðar að fjárhæð 10.422 kr. og innskatt 2.553 kr. vegna kaupa á viftu rekstrarárið 1997.

2. Ferðakostnaður.

Samkvæmt c-lið 6. gr. reglugerðar nr. 483/1994, um frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, telst ferðakostnaður í þágu atvinnurekstrar til rekstrarkostnaðar. Kemur fram í greindu reglugerðarákvæði að til staðfestingar á ferðakostnaði þurfa upplýsingar m.a. um tilgang ferðar, þátttakendur og fjölda ferðadaga að liggja fyrir með aðgengilegum hætti. Með bréfi sínu til kæranda, dags. 17. apríl 2001, lagði skattstjóri fyrir félagið að gera grein fyrir því hvernig kostnaður samkvæmt tilgreindum fylgiskjölum tengdist tekjuöflun þess, sbr. 31. gr. laga nr. 75/1981. Að fengnum skýringum kæranda taldi skattstjóri að kærandi hefði ekki sýnt fram á með óyggjandi hætti að sá ferðakostnaður sem ágreiningur er um í málinu gæti talist frádráttarbær rekstrarkostnaður í skilningi 1. mgr. 1. tölul. 31. gr. laga nr. 75/1981, sbr. boðunarbréf, dags. 10. október 2001. Réttara hefði verið að skattstjóri vísaði jafnframt til c-liðar 6. gr. reglugerðar nr. 483/1994, þótt sá ágalli á rökstuðningnum, sbr. 1. mgr. 22. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, þyki ekki valda ómerkingu á ákvörðunum skattstjóra. Þá er rétt að taka fram að almennt verður að telja að þótt ferðir sem í eðli sínu eru orlofsferðir viðkomandi ferðalanga séu að einhverju leyti nýttar í þágu rekstrar eða til hugmyndaauðgi þá sé ekki um að ræða frádráttarbæran rekstrarkostnað í skilningi 1. mgr. 1. tölul. 31. gr. laga nr. 75/1981.

Rekstrarárið 1996.

Þetta ár varðar ágreiningurinn kostnað 79.580 kr. vegna ferðar til San Francisco. Hefur komið fram af hálfu kæranda að ferðin hafi verið farin til að skoða túnþökuskurðarvélar. Engin gögn hafa verið lögð fram í þessu sambandi önnur en almennar upplýsingar fengnar af veraldarvefnum, eða nánari ferðalýsing, þrátt fyrir tilefni af hálfu skattstjóra, sbr. bréf skattstjóra, dags. 17. apríl 2001. Það ber undir kæranda að gera skýra grein m.a. fyrir tilgangi ferðarinnar og tengslum hennar við starfsemi félagsins og verður ekki talið að nein tormerki hafi getað verið á því að svo yrði gert. Verður því að telja að ekki hafi verið lagðar fram fullnægjandi skýringar í samræmi við ákvæði c-liðar 6. gr. reglugerðar nr. 483/1994, og þannig ekki sýnt fram á að um hafi verið að ræða frádráttarbæran rekstrarkostnað í skilningi 1. mgr. 1. tölul. 31. gr. laga nr. 75/1981. Kröfu kæranda er því hafnað varðandi þetta kæruatriði.

Rekstrarárið 1997.

Eins og fram er komið er kröfugerð óljós varðandi ferðir til Aþenu og Dublin og ekki fyllilega skýrt hvort ákvörðun skattstjóra sæti kæru að þessu leyti. Rétt þykir þó að ganga út frá því.

Eins og rakið er að framan varðar ágreiningur samkvæmt þessu kæruatriði tvær ferðir, annars vegar til Aþenu og hins vegar til Dublin, og nemur kostnaður vegna þeirra samtals 96.410 kr. eftir því sem fram kemur í málsgögnum. Breyting skattstjóra nam hins vegar 114.410 kr. og liggur ekki fyrir í hverju mismunurinn 18.000 kr. liggur. Verður því að fella úr gildi breytingu skattstjóra að fjárhæð 18.000 kr. Skýringar kæranda varðandi umræddar tvær utanlandsferðir voru þær að farið hefði verið á vélasýningu í Aþenu og til Dublin til að athuga grasfræ og ræktun. Engar frekari skýringar, gögn eða ferðalýsingar hafa verið lagðar fram, sbr. og fyrrgreinda vöntun á umfjöllun af hálfu kæranda. Þá er óumdeilt að reikningur vegna ferðar til Aþenu er á nafni G, eiganda kæranda. Samkvæmt þessu og með vísan til þess sem greinir hér að framan um ferð til San Francisco verður að telja að ekki hafi verið lagðar fram fullnægjandi skýringar í samræmi við ákvæði c-liðar 6. gr. reglugerðar nr. 483/1994, og þannig ekki sýnt fram á að um hafi verið að ræða frádráttarbæran rekstrarkostnað í skilningi 1. mgr. 1. tölul. 31. gr. laga nr. 75/1981. Kröfu kæranda er því hafnað varðandi þetta kæruatriði.

Rekstrarárið 1998.

Þetta ár varðar ágreiningurinn ferð til Frakklands, ferð til Rómar og ferð til Orlandó. Af hálfu kæranda hefur komið fram að fyrstnefnda ferðin hafi verið farin til að skoða vörubifreiðar. Óumdeilt er að ferðina fóru eigendur kæranda og synir þeirra. Engin nánari lýsing hefur komið fram á ferð þessari. Ferðin til Rómar var hefðbundin hópferð sem eigendur kæranda tóku þátt í. Af hálfu kæranda hefur komið fram að ferðin hafi verið farin til að skoða tæki til losunar á túnþökum og vörubifreiðar. Eins og fram er komið var ekkert að þessari ferð vikið af hálfu kæranda í andmælabréfi, dags. 20. nóvember 2001, og kæru til yfirskattanefndar, dags. 29. apríl 2002. Engin nánari lýsing hefur verið gefin á ferð þessari. Að því er varðar ferð til Orlandó, sem óumdeilt er að var fjölskylduferð eigenda kæranda, hefur komið fram að heimsóttir hafi verið túnþökubúgarðar, eins og það er nefnt, og skoðaðar nýjungar í túnþökuskurðarvélum. Þá kemur fram í kæru til yfirskattanefndar að keyptur hafi verið flothaus í framhaldi þessarar ferðar, en miðað við fyrirliggjandi gögn fóru þau kaup fram áður en ferðin var farin eins og skattstjóri bendir á. Engin nánari lýsing hefur verið gefin á ferðatilhögun í þessu sambandi eða hvort til féll einhver aukakostnaður vegna erinda í þágu kæranda. Þá hefur ekki komið fram með skýrum hætti hve löngum tíma varið var í þessar heimsóknir. Þótt ekki sé dregið í efa að umrædd ferðalög hafi í einhverjum tilvikum getað veitt eigendum kæranda innsýn í tækninýjungar eða aðferðir við túnþökuskurð þá verður að telja að umræddar ferðir hafi í þeim mæli verið hefðbundnar skemmti- og fjölskylduferðir að ekki sé unnt að telja kostnað vegna þeirra til frádráttarbærs rekstrarkostnaðar kæranda, enda hefur eins og áður segir ekkert verið lagt fram af hálfu félagsins sem bendir til þess að til hafi fallið aukakostnaður sem beinlínis hafi stafað af erindum í þágu félagsins. Að þessu virtu er kröfu kæranda hafnað varðandi þetta kæruatriði.

Rekstrarárið 1999.

Þetta ár er ágreiningur um kostnað vegna ferða eigenda kæranda og sonar þeirra til Lundúna. Eftir því sem fram kemur í málsgögnum var um að ræða hefðbundna helgarferð. Af hálfu kæranda hefur komið fram að ferðin hafi verið farin til að skoða tæki til starfseminnar. Engar frekari skýringar hafa þó verið gefnar að þessu leyti né nánari ferðalýsing. Að þessu virtu og með vísan til þess sem fram kemur að framan varðandi sambærilegan kostnað þykir ekki hafa verið sýnt fram á að um frádráttarbæran rekstrarkostnað hafi verið að ræða og er kröfu þar að lútandi því hafnað.

3. Kaffi- og matarkostnaður.

Með bréfi skattstjóra, dags. 17. apríl 2001, var óskað eftir nánari skýringum varðandi tiltekin fylgiskjöl úr bókhaldi kæranda rekstrarárin 1996, 1997, 1998 og 1999. Að því er varðar þennan kærulið var um að ræða reikninga frá veitingastöðum, s.s. Hard Rock Café, Ítalíu, Lækjarbrekku, A. Hansen, Nings, Madonnu, Mirabelle, Horninu, Fjörukránni, Humarhúsinu, Austur Indía félaginu, Perlunni, Einari Ben, Kaffibrennslunni, Pasta Basta, Gallery Pizza og Amigos. Í bréfi umboðsmanns kæranda til skattstjóra, dags. 27. apríl 2001, eru í öllum tilvikum gefnar þær skýringar varðandi umræddan kostnað að um viðskiptafundi hafi verið að ræða og að kærandi hafi kosið að auglýsa sig með þeim hætti að bjóða viðskiptavinum til funda í stað þess að auglýsa í fjölmiðlum.

Risna vegna atvinnurekstrar, þ.e. sá kostnaður sem lagt er í til að ljúka viðskiptum, afla nýrra viðskiptasambanda eða halda þeim við, telst til rekstrarkostnaðar samkvæmt 31. gr. laga nr. 75/1981, sbr. d-lið 6. gr. reglugerðar nr. 483/1994. Samkvæmt nefndu reglugerðarákvæði þarf slíkur kostnaður þó að vera eðlilegur miðað við tilefni. Þá kemur fram að frádráttarbær risna þurfi að beinast að aðilum sem ekki starfa við reksturinn eða tengjast honum með öðrum hætti, svo sem stjórnarmenn eða hluthafar, og að til staðfestingar risnukostnaði þurfi upplýsingar m.a. um tilefni risnu, hverjir hennar nutu og tengsl þeirra við fyrirtækið að liggja fyrir með aðgengilegum hætti.

Í boðunarbréfi skattstjóra, dags. 10. október 2001, kom fram að af skýringum kæranda varðandi þennan gjaldalið mætti helst ráða að um risnukostnað hefði verið að ræða, en engar frekari skýringar hefðu komið fram af hálfu kæranda, sbr. d-lið 6. gr. reglugerðar nr. 483/1994. Í kæru til yfirskattanefndar er ekkert vikið að þessu heldur vísað til svars B í skýrslutöku hjá skattstjóra þess efnis að annar eigandi kæranda hefði oft verið að T og eldað fyrir starfsmenn, sbr. spurningu nr. 4 í skýrslunni. Eru þessar skýringar í algeru ósamræmi við það sem áður hafði komið fram af hálfu kæranda og á engan hátt í samræmi við þau útgjöld sem um er að ræða, sbr. gögn þar um, og rakið hefur verið. Samkvæmt þessu er kröfugerðin fyrir yfirskattanefnd að engu hafandi. Að þessu virtu þykir ekkert komið fram af hálfu kæranda sem leiða eigi til þess að fallast beri á frádráttarbærni hinna umdeildu útgjalda, að hluta eða öllu leyti, enda eru skýringar af hálfu félagsins á reiki og mótsagnakenndar og ekki hefur verið bent á neinn viðskiptavin sem notið hafi veitinga á vegum kæranda öll umrædd ár. Kröfu kæranda er hafnað varðandi þetta kæruefni.

4. Viðhaldskostnaður.

Ágreiningur samkvæmt þessum kærulið varðar kostnað vegna annars vegar kaupa á parketi, flísum og tilheyrandi vörum og hins vegar innréttingum rekstrarárið 1997. Af hálfu kæranda er því haldið fram að gólfefnin hafi verið notuð í skrifstofuaðstöðu félagsins að G. Skattstjóri taldi hins vegar að gólfefnin gætu ekki hafa verið notuð þar því að bæði hefði verið um að ræða kaup á eikarparketi, en gólfið væri lagt beykiparketi, og kaup á flísum í það miklu magni að ekki stæðist að þær hefðu einnig verið notaðar á umrætt gólf. Byggði skattstjóri þetta á heimsókn sinni að G, sbr. skýrslu þar um, dags. 19. júní 2001, en þar kemur fram m.a. að aðstaða kæranda sé annars vegar í viðbyggingu milli íbúðarhúss og bílskúrs og hins vegar í herbergi í íbúðarhúsinu. Þá kemur fram í skýrslunni að á gólfi viðbyggingarinnar sé beykiparket en flísar þar sem komið sé inn. Í boðunarbréfi skattstjóra, dags. 10. október 2001, er þess getið að skrifstofa kæranda og móttaka viðskiptavina sé í tæplega 50 m² rými milli bílskúrs og íbúðarhúss og sé það að mestu lagt beykiparketi. Standist því ekki að 49 m² af flísum hafi verið lagðir á gólf þessa rýmis. Kostnaður vegna eikarparkets og umræddra flísa geti að þessu virtu ekki verið kostnaður til öflunar tekna kæranda. Hins vegar snýr ágreiningur málsins að kaupum á innréttingum. Af hálfu kæranda hefur komið fram að þær séu í kaffiaðstöðu starfsmanna, en skattstjóri hefur talið að engin slík aðstaða sé fyrir hendi á starfsstöðvum félagsins, og byggt það á heimsóknum sínum, sbr. nefnda skýrslu, dags. 19. júní 2001.

Eins og fram er komið er almennur kostnaður vegna heimilis og fjölskyldu og annarra persónulegra þarfa ekki frádráttarbær. Í skattframkvæmd hefur verið litið svo á að sé hluti íbúðarhúsnæðis nýttur sem rekstraraðstaða vegna atvinnurekstrar eða sjálfstæðrar starfsemi sé heimilt að færa til frádráttar rekstrartekjum kostnað sem beinlínis leiðir af rekstraraðstöðunni, enda sé jafnframt ekki um að ræða persónuleg not af þessum hluta húsnæðisins. Við þær aðstæður sem í málinu greinir verður að gera ríkar kröfur um sundurliðun og aðgreiningu þess kostnaðar sem leiðir beinlínis af rekstraraðstöðu kæranda og tilheyrir henni og þess kostnaðar sem tilheyrir eigendum húsnæðisins og tengist ekki tekjuöflun í rekstrinum. Eins og rakið hefur verið ber undir kæranda að sýna fram á slíkan kostnað.

Skattstjóri hefur ekki dregið í efa að hluti íbúðarhúss eigenda kæranda hafi verið nýttur í þágu félagsins umrædd ár, heldur stendur ágreiningurinn samkvæmt því sem rakið hefur verið um það hvaða gólfefni hafi verið notuð í aðstöðu félagsins og í hve miklu magni. Í bréfi kæranda til skattstjóra, dags. 24. júní 2001, þar sem komið er á framfæri athugasemdum vegna greindrar skýrslu um vettvangsskoðun, dags. 19. júní 2001, er ekkert vikið að því að umrædd skýrsla skattstjóra sé röng að því er varðar lýsingu á gólfefnum í aðstöðu félagsins að G. Í bréfi umboðsmanns félagsins, dags. 20. nóvember 2001, þar sem boðuðum breytingum skattstjóra var mótmælt, kom fram að um eikarparket hafi verið að ræða en ekki beykiparket. Engar athugasemdir voru gerðar af hálfu kæranda varðandi stærð aðstöðunnar. Í kæru til yfirskattanefndar er ítrekað að umrætt gólf hafi verið lagt eikarparketi en ekki beykiparketi, án frekari athugasemda eða skýringa. Rétt er að geta þess að umboðsmaður tilgreinir fjárhæð kærðra breytinga að því er varðar umrædd gólfefni 68.980 kr. en gjaldfærð fjárhæð nam 270.486 kr. og innskattur 66.269 kr. Ekki er vikið neitt sérstaklega að þessu í kærunni þannig að telja verður að um mistök umboðsmannsins sé að ræða. Verður við það miðað. Eins og mál þetta liggur fyrir yfirskattanefnd stendur ágreiningurinn einungis um tegund og magn þess gólfefnis sem lagt var á aðstöðu kæranda að G, en skattstjóri hefur ekki vefengt að umrædd gólfefni gætu yfirleitt talist tilheyra rekstri kæranda.

Að því virtu sem rakið hefur verið, sbr. þær kröfur sem gera verður til skattaðila við þær aðstæður sem uppi eru í málinu um sundurliðanir og skýringar, þykir bera undir kæranda að sýna fram á að útgjöld vegna kaupa á gólfefnum tilheyri rekstri félagsins en ekki eigendum húsnæðisins. Þegar til þessa er litið og með því að ekki hefur verið sýnt fram á það af hálfu kæranda að umrædd útgjöld hafi verið hluti af samningsbundnum leigugreiðslum, og með vísan til þess sem að framan greinir um að kostnaður verði að vera sprottinn beinlínis af rekstraraðstöðunni, er kröfum um gjaldfærslu útgjalda vegna kaupa á parketi, flísum og tilheyrandi vörum hafnað, sem og færslu innskatts. Tekið skal fram að með bréfi sínu, dags. 17. apríl 2001, krafði skattstjóri kæranda um rökstuðning fyrir umræddum gjaldfærslum sem og öðrum þargreindum gjaldfærslum. Hvorki í svarbréfi kæranda, dags. 27. apríl 2001, né við síðari meðferð málsins voru gefnar viðhlítandi skýringar á þeim gjaldfærslum sem hér um ræðir. Þá skal og tekið fram að auðsjáanlegt er að miðað við stærð húsnæðisins og lýsingu á gólfefnum, sem að því leyti hefur ekki verið mótmælt af hálfu kæranda, að ekki geta öll flísakaupin tilheyrt aðstöðu kæranda að G. Þá þykir ekki skipta máli eins og málið liggur fyrir að skattstjóri hefur ekki talið að viðbára kæranda varðandi parkettegund, sem fram kom í bréfi umboðsmanns félagsins, dags. 20. nóvember 2001, hafi gefið tilefni til frekari rannsóknar, sbr. úrskurð um endurákvörðun, dags. 29. janúar 2002, heldur einungis endurtekið að beykiparket hafi verið á gólfum í aðstöðu kæranda að G, enda stóð það upp á kæranda að hnekkja vettvangsskýrslu skattstjóra að þessu leyti.

Að því er varðar kaup á innréttingum hefur komið fram af hálfu kæranda að þær séu staðsettar í kaffistofu starfsmanna að T. Skattstjóri hefur hins vegar talið að engri kaffistofu væri í raun til að dreifa á vegum kæranda. Taka verður undir það með skattstjóra að kærandi hafi ekki sýnt fram á að umrædd kaup á innréttingum tilheyri rekstri félagsins, enda er húsnæðið að T ekki eign þess, en telja verður að venjulegar innréttingar séu hluti af stofnkostnaði húsa eða geti eftir atvikum talist til viðhalds. Við þessar aðstæður og þegar litið er til þess að um er að ræða íbúðarhúsnæði í sameign eiganda kæranda og annars aðila, sbr. fyrrgreindar kröfur þegar svo stendur á, verður ekki talið að sýnt hafi verið fram á að fallið hafi til neinn kostnaður sem geti talist viðbótarkostnaður vegna aðstöðu kæranda að T, og þannig fallið til beinlínis vegna starfsemi félagsins. Að þessu virtu er kröfum kæranda hafnað að því er varðar kaup á innréttingum, bæði varðandi gjaldfærslu og færslu innskatts.

5. Gjaldfærð áhöld.

Ágreiningur samkvæmt þessum kærulið varðar kaup á húsgögnum samkvæmt fskj. nr. 709, 710 og 713 rekstrarárið 1998 og hluta kostnaðar samkvæmt fskj. nr. 197 og fskj. nr. 570 rekstrarárið 1999. Fyrra árið er um að ræða kaup á tveimur kommóðum, sbr. fskj. nr. 709 og 710, hvor reikningur að fjárhæð 5.990 kr. með vsk. og borðstofuhúsgögnum, sbr. fskj. nr. 713 að fjárhæð 300.000 kr. með vsk. Seinna árið er um að ræða kaup á örbylgjuofni og ferðakassettutæki með geislaspilara samtals að fjárhæð 25.032 kr. með vsk., sbr. fskj. nr. 197, en skattstjóri féllst á gjaldfærslu kostnaðar vegna samlokugrills og hitunarofns samkvæmt sama fylgiskjali, eins og áður er fram komið, og bílageislaspilara að fjárhæð 29.900 kr. með vsk., sbr. fskj. nr. 570. Í bréfi umboðsmanns kæranda til skattstjóra, dags. 27. apríl 2001, kom fram að kommóðurnar væru notaðar undir skrifstofuvörur og borðstofuhúsgögn væru í kaffiaðstöðu starfsmanna þar sem einnig væru haldnir fundir með þeim, örbylgjuofn væri notaður í kaffiaðstöðu starfsmanna og bílageislaspilari væri til afþreyingar fyrir bifreiðastjóra félagsins.

Samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu skattstjóra, dags. 19. júní 2001, vegna heimsóknar að starfsstöð kæranda að G voru hvorki kommóður né borðstofuhúsgögn staðsett þar. Ekkert var vikið að staðsetningu húsgagna í bréfi kæranda til skattstjóra, dags. 24. júní 2001, og í bréfi umboðsmanns félagsins til skattstjóra, dags. 20. nóvember 2001, í kjölfar boðunarbréfs þar sem skattstjóri tók m.a. fram að umrædd húsgögn væru ekki að G, voru ítrekaðar fyrri skýringar forsvarsmanna kæranda og tekið fram að félagið hefði aðstöðu að T þar sem ýmis gögn vegna starfseminnar væru geymd. Í skýrslutöku yfir B hjá skattstjóra, dags. 14. september 2001, kemur fram þegar hann er spurður um það hverjir eigi innanstokksmuni að T að það sem keypt hafi verið hafi komið jöfnum höndum og um sé að ræða létta stóla og borð sem ekki sé vitað nákvæmlega hvor eiganda húsnæðisins eigi. Að því virtu sem rakið hefur verið og sérstaklega með hliðsjón af því sem keypt var samkvæmt hinum umdeildu fylgiskjölum rekstrarárið 1998 þykir ekki hafa verið sýnt fram á að þessi kaup hafi verið gerð í þágu starfsemi kæranda. Er kröfum um gjaldfærslu kostnaðar vegna fskj. nr. 709, 710 og 713 rekstrarárið 1998 hafnað sem og færslu innskatts.

Að því er varðar rekstrarárið 1999 kom fram í bréfi umboðsmanns kæranda til skattstjóra, dags. 20. nóvember 2001, að eldri örbylgjuofn hefði bilað og því verið keyptur nýr og að ferðageislaspilari væri í bifreið kæranda. Í boðunarbréfi skattstjóra, dags. 10. október 2001, hafði komið fram varðandi þennan gjaldalið að fyrirhugað væri að fella hann niður þar sem ekki yrði séð að starfsfólk hefði sameiginlega kaffiaðstöðu og ótrúlegt þætti að örbylgjuofn hefði eyðilagst. Ítrekaði skattstjóri síðastgreind rök sín í úrskurði um endurákvörðun, dags. 29. janúar 2002, og vísaði til þess að ótrúlegt væri að söluaðili ofnsins hefði ekki bætt tjónið. Í kæru til yfirskattanefndar er varðandi þennan hluta þessa kæruliðar einungis vikið að aðdraganda kaupa á örbylgjuofni en hvorki vikið að ferðakassettutæki né bílageislapilara. Skilja verður skýringar af hálfu kæranda á þann veg að umræddur örbylgjuofn sé staðsettur í aðstöðu félagsins að T. Að því virtu þykir ekki varhugavert að fallast á frádráttarbærni útgjalda vegna kaupa á ofninum, enda er um að ræða fjárhæð sem er langt innan fjárhæðarmarka 41. gr. laga nr. 75/1981. Eins og málið liggur fyrir yfirskattanefnd verður ekki ráðið hvert kostnaðarverð ofnsins var, enda liggja fylgiskjöl ekki fyrir í málsgögnum og tilgreindar fjárhæðir í bréfum eru vegna fleiri hluta eins og fram er komið. Að svo vöxnu þykir verða að miða við alla þá fjárhæð sem eftir stendur samkvæmt fskj. nr. 197 eða sem nemur 25.032 kr. með vsk. en ekki verður fallist á færslu innskatts vegna þessa kostnaðar, sbr. 1. tölul. 3. mgr. 16. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Stendur þá eftir kostnaður samkvæmt fskj. nr. 570 að fjárhæð 29.900 kr. vegna kaupa á bílageislaspilara. Skýringar kæranda á þessum spilara hafa verið nokkuð á reiki og þykir því ekki hafa verið sýnt fram á að kaup þessi hafi tilheyrt kæranda og þannig getað talist til frádráttarbærs rekstrarkostnaðar félagsins. Er kröfum þar að lútandi því hafnað bæði að því er varðar gjaldfærslu og færslu innskatts.

6. Rekstrarvörur og smáverkfæri.

Ágreiningur samkvæmt þessum kærulið varðar kostnað samkvæmt fskj. nr. 10, 459, 582 og 583 rekstrarárið 1998 samtals að fjárhæð 26.191 kr. án vsk. og fskj. nr. 234, 587 og 770 rekstrarárið 1999 samtals að fjárhæð 13.449 kr. án vsk. samkvæmt útreikningi skattstjóra. Samkvæmt skýringum í bréfi til skattstjóra, dags. 27. apríl 2001, er fskj. nr. 10 rekstrarárið 1998 tilkomið vegna kaupa á glösum og áhöldum í kaffiaðstöðu starfsmanna, fskj. nr. 459 vegna kaupa á örbylgjuofni í kaffiaðstöðu, fskj. nr. 582 vegna kaupa á mottum í móttöku viðskiptavina og fskj. nr. 583 vegna kaupa á klukku og speglum á salerni starfsfólks. Rekstrarárið 1999 væri um að ræða kaup á hlutum fyrir skrifstofu, sbr. fskj. nr. 234 að fjárhæð 5.765 kr., undir áhöld á skrifstofu, sbr. fskj. nr. 587 að fjárhæð 2.300 kr. og vinnufatnað starfsmanns, sbr. fskj. nr. 770. Í boðunarbréfi skattstjóra, dags. 10. október 2001, sagði varðandi rekstrarárið 1998 að skýringar kæranda þættu fremur óljósar og ekki trúverðugar auk þess sem þær væru ekki að öllu leyti í samræmi við texta reikninga. Engar frekari skýringar komu fram af hálfu kæranda í mótmælum við boðunarbréfi skattstjóra. Varðandi rekstrarárið 1999 kom fram í boðunarbréfi að kærandi þætti ekki hafa sýnt fram á frádráttarbærni umræddra útgjalda. Fskj. nr. 234 væri vegna kaupa á ramma, fskj. nr. 587 vegna kaupa á körfu og fskj. nr. 770 vegna kaupa á gönguskóm, vettlingum og sokkum. Að því er varðar kostnað þennan rekstrarárið 1998 kemur fram í kæru til yfirskattanefndar að um hafi verið að ræða plastkassa, þvottapoka, ryksugu, gönguskó, sokka og vettlinga. Virðast þessar skýringar vera í ósamræmi við það sem fram kom í nefndu bréfi til skattstjóra, dags. 27. apríl 2001, að því er varðar þetta ár. Sýnist þessum skýringum frekar bera saman við skýringar vegna rekstrarársins 1999 í nýnefndu bréfi, en þó ekki að öllu leyti. Varðandi rekstrarárið 1999 kemur fram í kæru til yfirskattanefndar að karfa hafi verið notuð undir bókhald.

Að virtum skýringum kæranda sem hafa að einhverju leyti verið á reiki, eins og fram er komið, verður ekki fallist á frádráttarbærni útgjalda samkvæmt þessum kærulið rekstrarárið 1998 og er kröfum þar að lútandi hafnað, þó með þeirri undantekningu að fallist er á gjaldfærslu örbylgjuofns með 14.950 kr. Samkvæmt fylgiskjali nr. 459 að meðtöldum virðisaukaskatti, sbr. 1. tölul. 3. mgr. 16. gr. laga nr. 50/1988, sbr. og sambærilega gjaldfærslu rekstrarárið 1999 í 5. tölul. hér að framan. Þykir ekki skipta máli eins og skýringum kæranda er farið að skattstjóri tiltók einungis almennt að skýringar rekstrarárið 1998 væru ekki í samræmi við texta reikninga, en réttara hefði verið að fram kæmi hvernig þessu var nákvæmlega farið. Varðandi rekstrarárið 1999 þykir mega fallast á frádráttarbærni útgjalda samkvæmt fskj. nr. 587 að fjárhæð 1.847 kr. og færslu innskatts vegna þessa að fjárhæð 453 kr. Að öðru leyti þykir ekki hafa verið sýnt fram á að um frádráttarbæran rekstrarkostnað hafi verið að ræða í skilningi 1. mgr. 1. tölul. 31. gr. laga nr. 75/1981 og er kröfum kæranda því hafnað bæði að því er varðar rekstrarkostnað og innskatt.

7. Ýmislegt án virðisaukaskatts.

Ágreiningur samkvæmt þessum kærulið varðar rekstrarárið 1998. Um er að ræða kostnað vegna meiraprófs annars eiganda kæranda, sbr. fskj. nr. 226 að fjárhæð 101.525 kr. og kostnað vegna þrifa á bifreið í bílageymslu við Leifsstöð, sbr. fskj. nr. 699 að fjárhæð 11.205 kr.

Í úrskurðaframkvæmd hefur verið litið svo á að kostnaður vegna námskeiða starfsmanna eða sjálfstætt starfandi manna geti talist falla undir frádráttarbæran rekstrarkostnað, sbr. 1. mgr. 1. tölul. 31. gr. laga nr. 75/1981 enda sé gerð fullnægjandi grein fyrir þeim námskeiðum sem sótt eru og tengslum þeirra við tekjuöflun rekstraraðila. Samkvæmt 7. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 483/1994 telst til rekstrarkostnaðar kostnaður við námskeið sem tengjast starfinu beint. Tekur það m.a. til námskeiða sem ætluð eru til viðhalds menntun í starfsgrein viðkomandi aðila og til þess að fylgjast með nýjungum í starfsgreininni. Almennt verður hins vegar að líta svo á að útgjöld vegna viðbótarnáms eða náms til öflunar starfsréttinda séu ekki frádráttarbær, sbr. m.a. úrskurð ríkisskattanefndar nr. 815/1987 sem birtur er í úrskurðasafni nefndarinnar fyrir árin 1986-1989. Telja verður að kostnaður vegna öflunar þeirra ökuréttinda sem felast í s.k. meiraprófi sé þess eðlis að hann falli undir að vera persónulegur kostnaður viðkomandi en geti ekki talist til frádráttarbærs rekstrarkostnaðar. Skiptir ekki máli í þessu sambandi þótt ekki sé dregið í efa að réttindi viðkomandi geti komið kæranda til góða á álagstímum eins og komið hefur fram af hálfu félagsins. Kröfu kæranda er hafnað varðandi þetta kæruatriði.

Samkvæmt því sem ráðið verður af gögnum málsins er kostnaður að fjárhæð 11.205 kr. bæði vegna geymslu bifreiðarinnar ... við Leifsstöð og vegna þrifa á henni. Ekkert verður ráðið um hvernig kostnaður þessi skiptist. Umrædd bifreið var í eigu kæranda á þeim tíma sem um ræðir og hefur skattstjóri ekki gert neinar athugasemdir varðandi gjaldfærðan rekstrarkostnað hennar í rekstrarreikningi kæranda fyrir árið 1998. Verður að telja að kostnaður vegna þrifa á bifreiðinni sé eðlilegur hluti af rekstrarkostnaði hennar. Bar skattstjóra að upplýsa um kostnað vegna þrifanna. Eins og málið liggur fyrir yfirskattanefnd er breyting skattstjóra felld úr gildi að því er þennan gjaldalið varðar.

8. Námskeið og þjálfun starfsmanna.

Skattstjóri felldi niður kostnað vegna bókhaldsnámskeiðs að fjárhæð 82.000 kr. sem annar eigandi kæranda sótti á árinu 1999 þar sem um persónulegan kostnað viðkomandi væri að ræða. Eins og fram kemur í umfjöllun um kærulið sjö að framan hefur verið fallist á að telja til frádráttarbærs rekstrarkostnaðar námskeiðskostnað starfsmanna eða sjálfstætt starfandi manna sem tengjast starfinu beint, sbr. nánar þar um þann lagagrundvöll sem frádráttur kostnaðar vegna námskeiða byggist á og 7. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 483/1994. Skattstjóri taldi að það námskeið sem hér um ræðir félli ekki undir þetta, en af hálfu kæranda hefur verið á það bent að um afmarkað námskeið í tilteknu tölvubókhaldskerfi hafi verið að ræða en ekki eiginlegt bókhaldsnám. Að virtum skýringum kæranda þykir ekki varhugavert að taka kröfu félagsins til greina varðandi þetta kæruatriði, enda verður ekki annað séð en námskeið þetta falli ótvírætt undir hugtakið námskeið í skilningi greinds reglugerðarákvæðis.

9. Álag.

Umboðsmaður kæranda hefur krafist þess að álag það verði fellt niður sem skattstjóri bætti við vantalda skattstofna samkvæmt 2. mgr. 106. gr. laga nr. 75/1981. Í kærunni er tilgreint að krafist sé niðurfellingar á álagi samtals að fjárhæð 698.876 kr. Samkvæmt þessu er ljóst að krafan um niðurfellingu álagsins nær til hækkunar tekjuskatts- og eignarskattsstofna kæranda í heild samkvæmt endurákvörðun skattstjóra en ekki aðeins vegna þeirra liða sem deilt er um. Ekki er sérstaklega krafist niðurfellingar álags á vangreiddan virðisaukaskatt samkvæmt 1. og 2. mgr. 27. gr. laga nr. 50/1988 en ganga verður út frá því að það felist í kröfugerð kæranda.

Samkvæmt 2. mgr. 106. gr. laga nr. 75/1981 má skattstjóri bæta 25% álagi við áætlaða eða vantalda skattstofna séu annmarkar á framtali, sbr. 96. gr., eða einstakir liðir ranglega fram taldir. Bæti skattaðili úr annmörkum eða leiðrétti einstaka liði á framtali áður en álagning fer fram, má skattstjóri þó eigi beita hærra álagi en 15%. Samkvæmt 3. mgr. lagagreinar þessarar skal fella niður álag samkvæmt greininni ef skattaðili færir rök að því að honum verði eigi kennt um annmarka á framtali eða vanskil þess, að óviðráðanleg atvik hafi hamlað því að hann skilaði framtali á réttum tíma, bætti úr annmörkum á framtali eða leiðrétti einstaka liði þess. Á þessum lagagrundvelli var skattstjóra heimil álagsbeiting.

Gerð hefur verið grein fyrir því með hvaða hætti skattstjóri rökstuddi beitingu álags samkvæmt heimildarákvæði 2. mgr. 106. gr. laga nr. 75/1981. Rétt hefði verið að skattstjóri rökstyddi betur álagsbeitinguna með tilliti til einstakra liða. Þegar litið er á hinn bóginn til þeirra annmarka sem voru á skattskilum kæranda umrædd ár, sem m.a. fólust í gjaldfærslu kostnaðar sem kærandi hefur viðurkennt að ekki er frádráttarbær, þykja ekki efni til ómerkingar á álagsbeitingu skattstjóra af þessum sökum. Eins og ágöllum á skattskilum kæranda var háttað umrædd ár þykir kærandi hvorki hafa sýnt fram á að aðstæður hafi verið með þeim hætti sem greinir í 3. mgr. 106. gr. laga nr. 75/1981 þannig að fella beri álag niður að neinu leyti né að tilefni sé til að falla frá beitingu heimildarákvæðis 2. mgr. sömu lagagreinar í tilviki kæranda að öðru leyti.

Í 1. mgr. 27. gr. laga nr. 50/1988 er boðið að skattskyldur aðili skuli sæta álagi til viðbótar virðisaukaskatti samkvæmt virðisaukaskattsskýrslu ef skatturinn er ekki greiddur á tilskildum tíma. Sama gildir ef virðisaukaskattsskýrslu hefur ekki verið skilað eða verið ábótavant og virðisaukaskattur því áætlaður eða endurgreiðsla skv. 25. gr. laganna hefur verið of há. Samkvæmt 6. mgr. 27. gr. má fella niður álag ef aðili færir gildar ástæður sér til málsbóta og geta skattyfirvöld metið það í hverju tilviki hvað telja skuli gildar ástæður í þessu sambandi.

Fyrir liggur að virðisaukaskattur kæranda vegna greindra ára var vangreiddur þannig að lagaskilyrði voru til beitingar álags samkvæmt 1. og 2. mgr. 27. gr. laga nr. 50/1988. Af hálfu kæranda þykja ekki framkomnar slíkar málsbætur að fella beri á þeim grundvelli niður álag samkvæmt heimild þeirri sem greinir í 6. mgr. 27. gr. laga nr. 50/1988. Er kröfu kæranda um niðurfellingu álags því hafnað.

Það athugast að í ljós kemur að skattstjóri hefur gjaldárið 1998 reiknað álag á hækkun tekjuskattsstofns vegna niðurfellds taps af framtali ársins á undan sem leiðrétt er til niðurfellingar með úrskurði þessum. Til samræmis við breytingu skattstjóra gjaldárið 1999 er sófi færður til eignar í framtali árið 2000 að teknu tilliti til endurmats, þ.e. með stuðlinum 1,0561, að frádreginni fyrningu, 20%, 33.744 kr. og er bókfært verð sófans í árslok 1999 101.232 kr.

10. Málskostnaður.

Umboðsmaður kæranda hefur gert kröfu um að kæranda verði úrskurðaður málskostnaður til greiðslu úr ríkissjóði samkvæmt 2. mgr. 8. gr. laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd, sbr. 4. gr. laga nr. 96/1998, um breyting á þeim lögum. Samkvæmt úrslitum málsins, sem gengið hefur kæranda í hag að óverulegu leyti, þykir rétt að úrskurða kæranda málskostnað á grundvelli framangreinds lagaákvæðis. Af hálfu kæranda hafa ekki verið lagðir fram reikningar um útlagðan kostnað félagsins við meðferð málsins, en umboðsmaður kæranda hefur gert grein fyrir kostnaði af málinu, sbr. kæru til yfirskattanefndar, dags. 29. apríl 2002. Með vísan til framanritaðs og lagaskilyrða fyrir greiðslu málskostnaðar úr ríkissjóði þykir málskostnaður kæranda hæfilega ákveðinn 10.000 kr.

Ú r s k u r ð a r o r ð :

Aðalkröfu kæranda er hafnað. Varakrafa er tekin til greina með því að frádráttarbær rekstrarkostnaður kæranda hækkar um 10.422 kr. rekstrarárið 1996, um 14.950 kr. rekstrarárið 1998 og um 108.879 kr. rekstrarárið 1999 frá því sem skattstjóri ákvarðaði. Innskattur hækkar um 2.553 kr. árið 1996 og um 453 kr. árið 1999 frá því sem skattstjóri ákvarðaði. Breytingar skattstjóra vegna ferðakostnaðar 18.000 kr. og kaffi- og matarkostnaðar 270 kr. rekstrarárið 1997, bifreiðakostnaðar 11.205 kr. rekstrarárið 1998 og rekstrarvara og smáverkfæra 1.373 kr. og vegna innskatts 335 kr. rekstrarárið 1999 eru felldar úr gildi. Fyrningar rekstrarárið 1999 eru leiðréttar til hækkunar um 33.744 kr. og bókfært verð eigna í árslok 1999 hækkar um 101.232 kr. Öðrum kröfum kæranda er hafnað. Málskostnaður til greiðslu úr ríkissjóði ákvarðast 10.000 kr.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja