Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 100/1988

Gjaldár 1986

Lög nr. 75/1981 — 27. gr. — 30. gr. 1. mgr. A-liður 9. tl.  

Söluhagnaður — Dreifing skattskylds söluhagnaðar — Starfslokafrádráttur — Starfslok — Eignfærsla — Atvinnurekstrareign — Skuldaviðurkenning — Kaupsamningur — Vaxtatekjur — Áfallnir vextir — Efnahagsreikningur

Kærð er álagning opinberra gjalda gjaldárið 1986. Er kröfugerð umboðsmanns kæranda fyrir ríkisskattanefnd svohljóðandi:

„Óskað er eftir að teknar verði til greina eftirfarandi breytingar á framtali 1986, nýr rekstrar- og efnahagsreikningur, þar sem m.a. kemur fram ósk um að hluta söluhagnaðar sé dreift sbr. 27. gr. 1. nr. 75/1981.

Að inneign í Landsbanka Íslands kr. 400.000 og skuldabréf G. kr. 350.000 verði fært af persónuframtali yfir á efnahagsreikning, enda eru þetta eignir tilheyrandi rekstri gjaldanda.

Við þessar breytingar lækkar tekjuskattsstofn og útsvarsstofn um kr. 285.000.

Þá er óskað að tekin verði til endurákvörðunar frádráttur skv. 9. tl. A-liðs 1. mgr. 30. gr. 1. nr. 75/1981 þannig að notaður sé 1/2 hlutur 1984 og 1/2 hlutur 1985, en eyðublöð þar að lútandi voru rangt útfyllt af starfsmanni skrifstofunnar, þannig að allur frádrátturinn kom á tekjur 1984.“

Með bréfi, dags. 18. maí 1987, gerir ríkisskattstjóri svofelldar kröfur í málinu fyrir gjaldkrefjenda hönd:

„Umboðsmaður kæranda er að fara fram á að dreifa söluhagnaði skv. 27. gr. laga nr. 75 1981. Ríkisskattstjóri fellst á þá kröfu ef að lögð verða fram gögn er staðfesti til hve langs tíma skuldaviðurkenningin er og að hann geri einnig grein fyrir vaxtatekjum og áföllnum verðbótum af eignum sínum á árinu 1985.

Ekki er fallist á þá kröfu umboðsmanns kæranda að honum verði heimilaður frádráttur skv. 9. tl. 1. mgr. 30. gr. laga nr. 75 1981. Skv. framtalsgögnum er kærandi fisksali og selur eign sína 1. jan. 1985 og hættir þá rekstri. Harm fékk greindan frádrátt á framtali 1985. Ekkert hefur komið fram er sanni að kærandi hafi látið af störfum í annan tíma.“

Í máli þessu liggur nú fyrir samningur um sólu verslunar kæranda. Samkvæmt ákvæðum samningsins námu áfallnir vextir af skuldabréfi í árslok 1985 63.000 kr. Verður því ekki hjá öðru komist en vísa þessu kæruatriði frá.

Fallist er á dreifingu hluta söluhagnaðar skv. ákvæðum 27. gr. laga nr. 75/1981. Kemur sá hluti söluhagnaðarins til skattlagningar sem hér segir:

Á skattframtali kæranda 1987 kr. 57.012
" " " 1988 " 57.012
" " " 1989 " 57.012
" " " 1990 " 57.012
" " " 1991 " 57.012

Fallist er á að skuldaréf G. 350.000 kr. verði talið til eignar í efnahagsreikningi kæranda ásamt áföllnum vöxtum 63.000 kr. Vísað er frá kröfu um eignfærslu inneignar kæranda að fjárhæð 400.000 kr. í efnahagsreikning hans í stað persónuframtals vegna vanreifunar. Hafnað er kröfu um starfslokafrádrátt í skattframtali kæranda 1986 með vísun til skattframtals hans 1985 og kröfugerðar ríkisskattstjóra.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja