Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 475/1989

Gjaldár 1986 og 1987

Lög nr. 75/1981 — 7. gr. A—liður 1. tl.  

Bifreiðahlunnindi – Vantaldar tekjur – Eigin notkun - Sönnun

Kæruefni máls þessa er sú ákvörðun skattstjóra að færa kæranda til tekna í skattframtölum árin 1986 og 1987 hlunnindi vegna afnota af bifreiða í eigu vinnuveitenda, A. Skv. launauppgjöf eru bifreiðahlunnindi þessi tilgreind af hálfu launagreiðanda á 91.520 kr. gjaldárið 1986 og 97.280 kr. gjaldárið 1987. Kærandi starfa sem eftirlitsmaður hjá nefndu fyrirtæki. Með bréfum, dags. 25. mars 1988, tilkynnti skattstjóri kæranda um það, að bifreiðahlunnindi að fjárhæð 45.760 kr. hefðu verið færð honum til tekna gjaldárið 1986 og 48.640 kr. gjaldárið 1987, sbr. bréf skattstjóra, dags. 23. febrúar og 10. mars 1988. Endurákvarðaði skattstjóri áður álögð opinber gjöld nefnd gjaldár í samræmi við þetta. Skattstjóri miðaði mat sitt á fjárhæð hinna skattskyldu bifreiðahlunninda við 4.000 km akstur í einkaþágu.

Af hálfu kæranda var ákvörðunum skattstjóra mótmælt í kæru, dags. 21. apríl 1988, og þess krafist aðallega, að tekjuviðbæturnar yrðu með öllu felldar niður en til vara lækkaðar verulega. Kærandi bar fyrir sig, að hann ætti bifreið sjálfur, er væri til einkanota. Hún hefði verið keypt í september 1981 og verið ekið samtals 56.420 km, er svaraði til til 705 km mánaðarlegs akstur eða 8.460 km á ári.

Með kæruúrskurðum, dags. 20. maí 1988, hafnaði skattstjóra kröfum kæranda. Skattstjóri tekur fram, að akstur einkabifreiðar kæranda skv. upplýsingum hans sjálfs og akstur í einkaþágu skv. hlunnindamati, næmi 12.460 km á ári. Virtist sú tala ekki óhófleg eftir því sem vitað væri um árlegan akstur einkabifreiða.

Af hálfu kæranda hefur kæruúrskurðum skattstjóra verið skotið til ríkisskattanefndar með kæru, dags. 18. júní 1988. Þess er krafist aðallega, að gjaldahækkunin verði niður felld en til vara, að hún verði lækkuð verulega. Þess er getið, að starfi kæranda fylgi verulegur akstur, þar sem eftirlitssvæðið sé stórt og lítill áhugi sé á akstri að loknum vinnudegi.

Með bréfi, dags. 7. júní 1989, krefst ríkisskattstjóri þess í málinu að hinir kærður úrskurðir skattstjóra verði staðfestir með vísan til forsendan þeirra.

Að virtum gögnum máls þessa þykja síst efni til lækkunar á mati skattstjóra á fjárhæð hinna skattskyldu hlunninda. Er kröfum kæranda því hafnað.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja