Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 45/1983

Gjaldár 1981

Lög nr. 75/1981, 26. gr., ákvæði til bráðabirgða IX   Lög nr. 68/1971, 7. gr. 1. mgr. E-liður 11. mgr.  

Framreikningur söluhagnaðar — Frestun skattlagningar söluhagnaðar — Tekjufærsla söluhagnaðar — Verðbreytingarstuðull

Kærð er sú breyting skattstjóra á skattframtali kæranda 1981 að hækka þar tilfærðan söluhagnað af bát samkvæmt framreikningi með verðbreytingarstuðli. Kærandi seldi bátinn á árinu 1978 og neytti heimildar í 11. mgr. E-liðs 1. mgr. 7. gr. laga nr. 68/1971, um tekjuskatt og eignarskatt, til frestunar skattlagningar söluhagnaðar. Ákvörðun sinni til stuðnings vitnaði skattstjóri í ákvæði til bráðabirgða IX og 26. gr. laga nr. 40/1978, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Með bréfi, dags. 3. janúar 1983, gerir ríkisskattstjóri svofelldar kröfur í málinu fyrir hönd gjaldkrefjenda:

„Að úrskurður skattstjóra verði staðfestur.

Ákvörðun skattstjóra byggir á beinu lagafyrirmæli, sbr. ákvæði til bráðabirgða IX í lögum nr. 75/1981 en þar segir að hækka skuli eða lækka frestaðan söluhagnað eftir ákvæði 26. gr. laganna fram til þess árs þegar hann er tekjufærður.

Engar heimildir eru í framangreindum lögum til niðurfellingar á greindum framreikningi.“

Úrskurður skattstjóra er staðfestur með vísan til forsendna hans.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja