Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 118/1983

Gjaldár 1982

Lög nr. 75/1981, 53. gr.  

Verðbreytingarfærsla — Lok atvinnurekstrar — Tímaviðmiðun verðbreytingarfærslu — Verðbreytingarfærsla, tímaviðmiðun

Kærð er sú breyting skattstjóra á skattframtali kæranda árið 1982 að færa verðbreytingarfærslu samkvæmt ákvæðum 53. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, til tekna á rekstrarreikning. Er þess krafist að breyting þessi verði felld niður þar sem kærandi hafi hætt rekstri á árinu 1981.

Með bréfi, dags. 4. febrúar 1983, krefst ríkisskattstjóri þess að úrskurður skattstjóra verði staðfestur.

Skýra verður svo ákvæði 53. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, að þar umrædda verðbreytingarfærslu beri að reikna út við skattskil kæranda vegna gjaldársins 1982 og skiptir í því sambandi ekki máli, þó að hann hafi hætt rekstri á árinu 1981. Samkvæmt skattframtali kæranda 1982 voru eignir hans pr. 31. desember 1981 hærri en skuldir. Með þessum athugasemdum er hinn kærði úrskurður skattstjóra staðfestur.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja