Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 272/1983

Gjaldár 1980

Lög nr. 75/1981, 44. gr. 1. mgr., 53. gr. 5. mgr.  

Tekjufærsla vegna verðbreytinga — Verðbreytingarfærsla — Niðurfelling tekjufærslu vegna verðbreytinga — Sérstök fyrning — Tjónabætur — Tryggingabætur — Tekjufærsla — Tekjutímabil — Tekjuuppgjör — Úreldingarstyrkur — Aldurslagasjóður — Samrekstur — Sameignarfélag

I.

Kærð eru til ríkisskattanefndar eftirtalin atriði í úrskurði skattstjóra, dags. 22. júní 1981, varðandi álagningu opinberra gjalda á kæranda gjaldárið 1980:

1. Synjun á kröfu kæranda um niðurfellingu tekjufærslu 56.443.520 kr. að frádregnu skattalegu tapi ársins 1979 7.741.149 kr. og tapi 1.368.185 kr. frá 1978 eða á 47.334.186 kr. Taldi skattstjóri að kærandi uppfyllti ekki skilyrði 5 mgr. 53. gr. laga nr. 40/1978 um tekjuskatt og eignarskatt til niðurfellingar tekjufærslu skv. 53. gr. nefndra laga. Tvenns konar skilyrði þyrfti að uppfylla til að niðurfelling kæmi til greina þ.e. að bæði séu skuldir hærri en heildareignir og tap sé á viðkomandi rekstri eða ójöfnuð töp frá fyrri árum. Hvorugu væri til að dreifa hjá kæranda. Tilfært tap kæranda frá fyrra ári hefði þegar á skattframtali 1979 verið að fullu notað.

2. Synjun á varakröfu kæranda um dreifingu skattlagningar á „söluhagnaði“ 16.073.879 kr. vegna úreldingastyrks og bóta frá Aldurslagasjóði og Úreldingasjóði. Skattstjóri taldi eigi fært að verða við beiðni um dreifingu skattlagningar nefndrar fjárhæðar vegna úreldingar v/s E. Væru þá höfð til hliðsjónar lög nr. 22/1979, sbr. brb. lög nr. 95/1978, svo og III. kafla reglugerðar nr. 335/1978 og II. kafla reglugerðar nr. 338/1978. Þar kæmi m.a. fram, að tilgangur umræddra sjóða væri að veita mönnum aðstoð skv. beiðni þeirra sjálfra, til að auðvelda þeim að hætta rekstri úreltra fiskiskipa. Forsendur fyrir greiðslu umræddra styrkja og bóta væri sú, að fyrir lægi beiðni útgerðarmanns sjálfs. Tap væri á útgerð v/s E. þrátt fyrir færslu „söluhagnaðar“ vegna úreldingar. Ekki yrði talið fært að jafna nefndum greiðslum við altjónsbætur sbr. ákvæði 1. mgr. 21. gr. laga nr. 40/1978 með áorðnum breytingum.

II.

Í kærubréfi, dags. 21. júlí 1981, til ríkisskattanefndar ítrekar umboðsmaður kæranda kröfur um niðurfellingu tekjufærslu að fjárhæð 47.334.186 kr. og vísar í því sambandi til bréfa sinna til skattstjóra, dags. 5. janúar og 7. maí 1981. Með tillíti til efnahags og ástæðna kæranda eigi hann að fá umrædda niðurfellingu tekjufærslunnar, þannig að hann þurfi ekki að afskrifa bát sinn með óeðlilegum hraða. Þá er farið fram á að ríkisskattanefnd athugi nánar, hvort til greina komi að kærandi fái að dreifa „söluhagnaði“ vegna úreldingar v/s E.

Með bréfi, dags. 30. júlí 1981, til ríkisskattanefndar fer umboðsmaður kæranda fram á að heimiluð verði gjaldfærsla á ógjaldfærðum olíukostnaði 7.549.860 kr. vegna reksturs v/s F. á ársuppgjöri skipsins árið 1979.

Í bréfi umboðsmanns segir m.a.:

„Þegar gerðir voru upp reikningar ársins 1980 fyrir útgerð v/s F. kom í ljós við afstemmingu á viðskiptareikningum, að í árslok 1979 skuldaði útgerðin Olíuverslun Íslands h.f. í Vestmannaeyjum 7.549.860 kr., og hafði sú upphæð ekki verið gjaldfærð á árinu 1979. Í uppgjöri ársins 1980 er staða viðskiptareiknings Olíuverslunar Íslands h.f. leiðrétt samkvæmt þessu og upphæðin færð yfir höfuðstól. Við útreikning verðbreytingarfærslu er einnig tekið tillit til þessa, þannig að tekjufærsla hækkar um 4.145.628 kr.“

Þá fer umboðsmaður kæranda fram á það í bréfi til ríkisskattanefndar, dags. 30. júlí 1981, að heimiluð verði gjaldfærsla afskriftar 12.150.000 kr. í rekstrarreikningi v/s F. fyrir árið 1979 á móti þar tekjufærðum tryggingabótum 12.000.000 kr.

Bótafjárhæðin sé hluti af tryggingabótum, sem greiddar hafi verið af Tryggingamiðstöðinni h.f. vegna altjóns á vél v/s F. Endanlega hafi þetta tjón verið gert upp þann 6/5 1980 með 16.500.000 kr.

III.

Með bréfi, dags. 15. október 1981, hefur ríkisskattstjóri fyrir gjaldkrefjenda hönd skilað kröfugerð í málinu. Varðandi kröfu um niðurfellingu tekjufærslu krefst ríkisskattstjóri að úrskurður skattstjóra verði staðfestur, enda séu ákvæði 5. málsgreinar, 53. greinar laga nr. 40/1978 með síðari breytingum, tvímælalaus um að reikna skuli með heildareignum aðila en ekki „aðeins“ eignum er tengdar séu rekstri viðkomandi aðila. Þá krefst ríkisskattstjóri staðfestingar á úrskurði skattstjóra varðandi kröfu kæranda um dreifingu skattlagningar „söluhagnaðar“. Ríkisskattstjóri fellst eftir atvikum á kröfu kæranda um leiðréttingu á ársuppgjöri v/s F. varðandi vanfærð olíukaup, en gerir þá kröfu, að kærandi verði látinn gera nánari grein fyrir olíuviðskiptum sínum. Þá segir í lok kröfugerðar ríkisskattstjóra:

„Rétt þykir að vekja athygli á tekjufærslu vegna „Tjónabóta vegna vélar“ 12.000.000 gkr. á rekstrarreikningi v/s F. 1979. Skv. upplýsingum umboðsmanns kæranda brotnaði vél skipsins í árslok 1979, en ný vél var ekki fengin fyrr en á árinu 1980. Tryggingafélag kæranda greiddi honum framangreinda fjárhæð upp í væntanlegt tjónauppgjör. Hér er því fremur um viðskiptamannafærslu í bókhaldi að ræða en tekjufærslu þó svo tryggingabætur séu skattskyldar tekjur. Ríkisskattstjóri getur því fallist á að umræddar tekjur verði felldar niður á framtali 1980 og fjárhæðin talin sem skuld kæranda.“

Umboðsmaður kæranda var beðinn að gera nánari grein fyrir olíuviðskiptum kæranda á árinu 1979, tjónabótum vegna vélatjóns og úreldingarstyrk.

Með bréfi til nefndarinnar, dags. 29. september 1982, sendir umboðsmaðurinn eftirtalin gögn ásamt nokkrum skýringum:

  1. Ljósrit frá Olíuverslun Íslands, Vestmannaeyjum, af viðskiptareikningi v/s F. (Ex v/s D.) allt árið 1979.
  2. Ljósrit af bókhaldskorti v/s F. 1979 yfir gjaldfærða olíunotkun.
  3. Ljósrit af bókhaldskorti v/s E. 1979 yfir gjaldfærða olíunotkun.
  4. Ljósrit af viðskiptareikningi Skeljungs h.f. 1979 skv. bókhaldi v/s E.
  5. Ljósrit af bréfi Sjávarútvegsráðuneytisins, til Seðlabanka Íslands, dags. 20. des. 1979, varðandi úreldingarstyrk að upphæð 29.000.000 gkr.
  6. Ljósrit af álitsgerð G.E., dags. 23. apríl 1980, um verðmætisaukningu á m/b F. vegna vélaskipta, tækjakaupa, endurbóta á gír, raflögn, rafölum o.fl.
  7. Ljósrit af lokauppgjöri vegna vélartjóns 11.09.1979 frá Tryggingamiðstöðinni h.f., dags. 06.05.1980.

IV.

Kærandi þykir hafa gert þá grein fyrir ógjaldfærðum olíukostnaði að fjárhæð 7.549.860 kr. vegna reksturs v/s F. að fallast megi á að leiðrétta rekstursreikning þessa skips árið 1979 og efnahagsreikning þess í árslok 1979 um þá fjárhæð.

Þá þykir mega fallast á þá ábendingu ríkisskattstjóra að liðurinn „Tjónabætur v/vélar 12.000.000 kr.“ verði felldur niður af rekstrarreikningi v/s F. á árinu 1979 og talinn til skuldar á efnahagsreikningi skipsins í árslok þess árs.

Að gerðum ofanrituðum breytingum og að teknu tilliti til lækkunar skattstjóra á gjaldfærðum bifreiðakostnaði verða niðurstöður rekstrarreiknings v/s F. árið 1979 sem hér segir:

Hér af hlutur
Alls kæranda (60%)
Kr. Kr.

Tekjur .......................................................................... 128.499.063 77.099.438
Gjöld án vaxtagjalda, afskrifta og aðstöðugj .......... (120.062.304) (72.037.382)
8.436.759 5.062.056

Vextir og bankakostnaður ............................................ (20.696.936) (12.418.162)
Afskrift 8% ....................................................................... (14.641.800) (8.785.080)

Rekstrarhalli án tillits til verðbreytingafærslu ............. (26.901.977) (16.141.186)
Tekjufærsla........................................................................ 56.443.520 33.866.112
Sérstök afskrift skv. 44. gr. .............................................. (28.221.760) (16.933.056)

Tekjuafgangur án frádráttar ............................................ 1.319.783 791.870

Aðstöðugjald af rekstrarhluta kæranda (251.000)
Tekjuafgangur 540.870


Niðurstöður efnahagsreiknings v/s F. 31/12 1979 að gerðum ofanrituðum breytingum verða sem hér segir:

Hér af hlutur
Alls. kæranda (60%)

Kr. Kr.

Veltufjármunir ................................................................... 23.836.412 14.301.847
Fastafjármunir ................................................................... 153.829.740 92.297.844
Fastafjármunir sérst. afskrift ............................... (28.221.760) (16.933.056)

Eignir alls ........................................................................... 149.444.392 89.666.635
Skuldir alls ......................................................................... (160.979.166) (96.587.500)
Skuldir umfram eignir (11.534.774) (6.920.865)
Ógr. aðstöðugjald af rekstrarhlutdeild kæranda (251.000)
Skuldir umfram eignir (7.171.865)

Hér af hlutur
kæranda (60%)
Kr.

Eignir umfram skuldir skv. efnahagsreikningi v/s E. eftir breytingar skattstjóra [] (6.320.704)
Ógr. aðstöðugjald vegna v/s E.,1979 ....................................................................... (156.000)
Skuldir umfram eignir vegna atvinnurekstrar ........................................................ (1.007.161)

Eignaliðir færðir á skattframtal kæranda 1980 eftir breytingar skattstjóra á því:
Bifreið .......................................................................................................................... 4.385.298
Fasteignir ..................................................................................................................... 49.823.625
Hlutabréf ...................................................................................................................... 42.000
Framlag í Fiskverkunina X sf. ...................................................................................... 5.000.000
Heildareignir skv. skattframtali kæranda 1980 59.250.923

Í 5. mgr. 53. gr. laga nr. 40/1978, sbr. lög 7/1980 um breyting á þeim lögum, segir að þegar skuldir skattaðila skv. 4. mgr. greinarinnar séu hærri en heildareignir hans skv. 73. gr. skuli sá hluti reiknaðrar tekjufærslu samkvæmt þessari grein falla niður sem umfram sé tap ársins eða ójöfnuð töp frá fyrri árum.

Með því að heildareignir kæranda samkvæmt skattframtali hans 1980 voru hærri en skuldir hans umfram eignir vegna atvinnurekstrar, þykir bera að hafna kröfu hans um niðurfellingu hluta af tekjufærslu vegna hlutdeildar hans í rekstri og efnahag v/s F. árið 1979. Hins vegar þykir mega heimila honum sérstaka afskrift skv. 44. gr. nefndra laga á móti tekjufærslunni.

Þá þykir bera að staðfesta synjun skattstjóra á varakröfu kæranda um dreifingu skattlagningar á „söluhagnaði“ 16.073.879 kr. vegna úreldingastyrks og bóta frá Aldurslagasjóði og Úreldingasjóði með vísun til forsendna úrskurðar skattstjóra um þetta kæruatriði.

Yfirfæranlegt rekstrartap kæranda til næsta árs ákvarðast sem hér segir:

Rekstrarhalli v/s E. eftir breytingu skattstjóra á
rekstrarreikningi skipsins 1979 ....................................................................... 4.205.627
Aðstöðugjald vegna v/s E. árið 1979 .............................................. 156.000


Hlutur kæranda í tekjuafgangi og rekstri v/s F. árið 1979
að frádregnu aðstöðugjaldi.......................................................... ..................... (540.870)

Yfirfæranlegt rekstrartap 3.820.757

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja