Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 307/1983

Gjaldár l980 og 1981

Frádráttarbærni — Ferðakostnaður — Langferðir — Nám — Lagaheimild —Námskostnaður

Kærð er sú breyting skattstjóra á skattframtölum kæranda árin 1980 og 1981 að heimila ekki til frádráttar tekjum kostnað vegna langferða milli heimilis og skóla þar sem kærandi stundaði nám. Taldi skattstjóri enga lagaheimild til þess frádráttar.

Með bréfi dags. 11. apríl 1983 krefst ríkisskattstjóri þess að úrskurður skattstjóra verði staðfestur þar eð eigi verði séð „að fyrir hendi sé lagaheimild til ákvörðunar umbeðins frádráttar.“

Ekki er heimild í lögum um tekjuskatt og eignarskatt til að veita frádrátt þann sem hér um ræðir. Er því kröfum kæranda synjað og úrskurður skattstjóra staðfestur.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja