Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 135/1982

Gjaldár 1981

Lög nr. 75/1981, B-liður 7. gr., 33. gr.  

Tómstundastarf — Landbúnaður — Atvinnurekstur — Bújörð — Upphaf fyrningar — Búrekstur

Kærð er álagning opinberra gjalda gjaldárið 1981 og er svofelld grein gerð fyrir kæruatriðum í kæru til ríkisskattanefndar:

„Við vísum til bréfaskrifa kæranda og skattstofu varðandi öll málsatvik. Aðalágreiningur er sú ákvörðun skattstjóra að tefja fyrirhugaðan búrekstur tómstundagaman, en ekki atvinnugrein, eins og fram kemur í framtali X (kæranda).

Ekki verður séð í fljótu bragði hvaða forsendur skattstjóri gefur sér varðandi ákvarðanir um hvað skuli teljast atvinnurekstur og hvað tómstundagaman, sannanlegt er að X hefur lagt fram mjög verulegar fjárhæðir til fjárfestinga varðandi fyrirhugaðan búrekstur, sem sjá má á framtali þessa árs svo og þeim fjárhæðum sem varið hefur veríð til fjárfestinga á þessu ári. Við vísum til fleiri sannana um fyrirhugaðan búskap í greinargerð til skattstjóra 30. 6. 81.

Varðandi breytinga á hlutfallsskiptingu fyrningarskýrslu landbúnaðar liggur fyrir leiðrétting Fasteignamats ríkisins á mati á H, en allar fasteignir voru gjörónýtar við síðasta fasteignamat.“

Með bréfi dags. 8. febrúar 1982 krefst ríkisskattstjóri þess að úrskurður skattstjóra verði staðfestur með vísan til forsendna hans.

Á árinu 1980 var enginn atvinnurekstur hafinn á hinni keyptu bújörð og er það eigi vefengt af hálfu kæranda. Þegar af þeirri ástæðu er eigi fallist á kröfur hans. í framhaldi af þessari niðurstöðu er hrein eign til skatts hækkuð um frádregna fyrningu dráttarvélar og stofnkostnaðar, samtals 1 742 000 kr.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja