Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 218/1992

Gjaldár 1990-1991

Lög nr. 48/1933   Lög nr. 75/1981 — 68. gr. B-liður — 100 gr. 5. mgr.   Lög nr. 43/1987 — 2. gr.   Reglugerð nr. 215/1972   Reglugerð nr. 79/1988 — II. kafli  

Sjómaður — Sjómannaafsláttur — Sjómannsstörf — Hafnsögumaður — Lögskráning — Leiðsaga skipa — Leiðsögumaður skipa — Hafnsögubátur — Lóðs — Háseti — RIS 1982.766 — RIS 1982.778 — Fordæmisgildi stjórnvaldsákvörðunar — Dómur — Fordæmi — Lögskýring — Kröfugerð ríkisskattstjóra — HRD 20/12 1994

Kærðar eru breytingar skattstjóra, en hann felldi niður sjómannaafslátt í skattframtölum kæranda 1990 og 1991, sbr. úrskurði hans, dags. 8. október 1990, og 15. október 1991. Til stuðnings kröfu í kærum til ríkisskattanefndar, dags. 7. nóvember 1990 og 13. nóvember 1991, vegna gjaldáranna 1990 og 1991 vísar kærandi til kæru sinnar til ríkisskattanefndar, dags. 21. maí 1990, vegna gjaldársins 1989 varðandi hliðstæðar breytingar skattstjóra gjaldárið 1989 en þar segir m.a.:

„Með bréfi mínu frá 21. febr. s.l. var sýnt fram á með gildum og traustum rökum að umbj. minn stundar sjómannsstörf á hafnsögu- og dráttarbátum Reykjavíkurhafnar. Jafnframt var lögð fram yfirlýsing frá Starfsmannastjóra Reykjavíkurborgar að áðurnefnd skráning á launayfirliti Reykjavíkurborgar væri röng og hið rétta starfsheiti umbj. míns sé Bryggjuvörður/háseti.

Þrátt fyrir mjög ítarlega og vel rökstudda greinargerð umbj. míns varðandi sjómannsstörf sín er Skattstofan í Reykjavík enn við sama heygarðshornið og neitar alfarið að taka tillit til framkominna upplýsinga. Með bréfi til umbj. míns dagsettu 23. apríl s.l. er hann enn talinn aðstoðarmaður við Reykjavíkurhöfn og nýtur þar með ekki sjómannaafsláttar. Með tilvísun til meðfylgjandi gagna er augljóst að þessi niðurstaða skattyfirvalda fær ekki staðist.

Máli þessu er því vísað áfram til háttvirtrar ríkisskattanefndar. Meðfylgjandi eru gögn og bréf er staðfesta starfsheiti umbj. míns og vinnu hans við sjómannsstörf. Jafnframt er yður nú send yfirlýsing Sjómannafélags Reykjavíkur þar sem fram kemur að félagið telur eðlilegt að hásetar á hafnsögu- og dráttarbátum, þ.m.t. umbj. minn, njóti sömu skattfríðinda og aðrir sjómenn.“

Með bréfum, dags. 30. janúar 1992, hefur ríkisskattstjóri með hliðsjón af úrskurði ríkisskattanefndar nr. 976 frá 26. nóvember 1991 í samsvarandi kærumáli gjaldanda vegna gjaldársins 1989 fallist á kröfu kæranda.

Að virtum málsatvikum og með vísan til dóms bæjarþings Reykjavíkur uppkveðins 14. október 1991 í málinu nr. 4835/1991: Hallur Árnason gegn fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs eru kröfur kæranda teknar til greina.

Athugasemd.

Sjá nánar úrskurð ríkisskattanefndar nr. 995/1991.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja