Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 234/1982

Gjaldár 1981

Lög nr. 75/1981, 1. tl. E-liðs 1. mgr. 30. gr., 51. gr.  

Vaxtagjöld — Vaxtaaukalán — Verðbótaþáttur vaxta — Vaxtahugtakið — Áfallnir vextir

Kærð er sú ákvörðun skattstjóra að heimila ekki kæranda að draga frá tekjum sínum á árinu 1980, áður en skattur er á þær lagður gjaldárið 1981, ógjaldfallinn verðbótaþátt tiltekinna vaxtaaukalána sem kærandi hafði fært til frádráttar tekjum sem vexti í skattframtali sínu árið 1981. Byggði skattstjóri þá ákvörðun sína á því að samkvæmt lokamálsgrein 51. gr. laga nr. 40/1978, um tekjuskatt og eignarskatt, eins og þeirri grein var breytt með e-lið 25. gr. laga nr. 7/1980 sbr. nú lokamálsgrein 51. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, væri óheimilt að færa til frádráttar ógjaldfallinn verðbótaþátt vaxtaaukalána. Í kæru sinni til ríkisskattanefndar telur kærandi hins vegar að verðbótaþáttur vaxta séu vextir og því frádráttarbær eftir sömu reglum og um vexti gilda. Hann tekur einnig fram að í vaxtatali sínu hafi hann fylgt „reglunni um áfallna ógreidda vexti.“

Ríkisskattstjóri krefst þess í bréfi dags. 7. desember 1981 að úrskurður skattstjóra verði staðfestur með vísan til forsendna hans.

Fallist er á kröfu kæranda.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja