Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 68/1980

Gjaldár 1978

Lög nr. 68/1971, 37. gr., 38. gr.  

Vefenging skattframtals — Upplýsingaskylda skattaðila

Kærð eru álögð gjöld gjaldárið 1978.

Skattstjóri hækkaði tekjur kæranda um 300 000 kr. en kærandi svaraði ekki fyrirspurnarbréfi.

Í kæru til ríkisskattnefndar er þess krafist, að teknaviðbót þessi verði felld niður. Af hálfu ríkisskattstjóra eru gerðar svofelldar kröfur og athugasemdir: „Svo virðist sem kærandi hafi gert fullnægjandi grein fyrir þeim atriðum sem ábótavant var, þegar úrskurður skattstjóra var gerður, að öðru leyti en því að kærandi sundurliðar ekki tekjuliðinn „Ýmsir aðilar“ eins og óskað er eftir í fyrirspurnarbréfi skattstjóra, dags. 16. febr. 1979.

Með hliðsjón af ofanrituðu er fallist á að ríkisskattanefnd lækki áætlun skattstjóra í 100 000 kr.“

Ekki virðast efni til að hækka tekjur kæranda þó svo sundurliðun á tekjum frá „ýmsum aðilum“ vanti, enda er ekkert það að finna í gögnum málsins, sem gefur tilefni til að ætla, að tekjur séu vantaldar. Er krafa kæranda tekin til greina.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja