Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 807/1980

Gjaldár 1979

Lög nr. 68/1971, 19. gr.  

Frádráttarbærni reiknaðs tekjuskatts og eignarskatts — Eignarskattsstofn

Kærandi krefst þess, að reiknaður tekju- og eignarskattur vegna rekstrarársins 1978 verði leyfður til frádráttar við ákvörðun eignarskattsstofns gjaldárið 1979, enda leiði skattar þessir, sem álagðir séu 1979, af rekstri kæranda árið 1978 og yrðu að greiðast á árinu 1979, jafnvel þótt enginn rekstur væri það ár. Beri því að reikna þá sem skuld og leyfa til frádráttar við ákvörðun eignarskattsstofns.

Af hálfu ríkisskattstjóra er þess krafist í málinu með kröfu, dags. 27. nóvember 1980, að úrskurður skattstjóra verði staðfestur.

Svo hefur verið litið á, að 19. gr. skattalaga fæli ekki í sér heimild til þess frádráttar, sem krafist er, sbr. m.a. Hrd. XV. bls. 293. Með þessari athugasemd þykir bera að staðfesta úrskurð skattstjóra.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja