Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 411/1979

Gjaldár 1978

Lög nr. 68/1971, 7. gr. 10. mgr  

Altjónsbætur

Málavextir voru þeir, að fiskibátur sem kærandi gerði út, sökk á árinu 1977 og fékk kærandi kr. 39.241.000 í altjónsbætur. Skattstjóri jafnaði þessum bótum við sölu og færði til tekna skattskyldan hagnað kr. 11.819.813.

Umboðsmaður kæranda fór þess á leit í kæru til ríkisskattanefndar, að skattlagningu hagnaðarins yrði frestað, þar sem kærandi hefði í hyggju að hefja atvinnurekstur á nýjan leik og myndi þá afla sér eigna til að afskrifa á móti hagnaði.

Af hálfu ríkisskattstjóra var fallist á kröfur kæranda.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir svo:

„Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 189/1977, sem var uppkveðinn þann 5. apríl 1979, komst meirihluti Hæstaréttar að þeirri niðurstöðu, að altjónsbætur af þessu tagi séu ekki skattskyldar. Með tilliti til þessa eru ekki efni til að færa til tekna hagnað vegna altjónsbóta og er teknahækkun skattstjóra felld niður.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja