Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 600/1979

Lög nr. 68/1971, 10. gr. B-liður  

Erfðafjárskattur - Tekjur - Viðurlög

Málavextir voru þeir, að á skattframtali kæranda kom fram að hann hefði fengið í fyrirfram greiddan arf bústofn að jafngildi kr. 1.421.000.

Skattstjóri færði upphæð þessa til tekna, þar sem kvittun fyrir greiðslu á erfðafjárskatti hefði ekki verið lögð fram.

Með bréfi, dags. 8. janúar 1979, var lögð fram kvittun fyrir greiðslu á erfðafjárskatti og þess krafist, að teknaviðbót kr. 1.421.000 yrði felld niður. Með úrskurði, dags. 8. febrúar 1979 var fallist á þessa kröfu kæranda en færð til tekna viðurlög kr. 284.200, það er 20% af kr. 1.421.000.

Umboðsmaður kæranda krafðist þess, að viðurlög kr. 284.200 yrðu felld niður.

Af hálfu ríkisskattstjóra voru gerðar svofelldar athugasemdir:

„Fallist er á kröfur kæranda enda virðist ekki ástæða til að láta hann sæta álagi eftir 47. gr. skattalaganna þar sem kærandi hefur þegar gert grein fyrir hinum óskýrðu og tortryggilegu atriðum á framtalinu sem leiddu til beitingar viðurlaga.“

Ríkisskattanefnd tók kröfu kæranda til greina.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja