Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 1303/1979

Gjaldár 1978

Lög nr. 68/1971, 11. gr. A-liður  

Risnukostnaður

Kærð var sú breyting skattstjóra á skattframtali kæranda gjaldárið 1978 að lækka gjaldfærðan risnukostnað um kr. 162.797. Af gjaldfærðum kostnaði vegna risnu og kaffistofu samtals að fjárhæð kr. 304.595 strikaði skattstjóri út liðina gjafir að fjárhæð kr. 102.797 og vörur frá Á.T.V.R. að fjárhæð kr. 60.000 skv. sundurliðun kæranda um gjaldalið þennan.

Af hálfu kæranda var þess krafist, að ákvörðunum skattstjóra yrði hrundið. Benti kærandi á, að kostnaður vegna gjafa væri kaupverð íslenskra osta, er sendir hefðu verið erlendum viðskiptaaðilum, er hlyti að vera frádráttarbært skv. A-lið 11. gr. skattalaga. Þá kom fram, að vörur frá Á.T.V.R. væru vegna vínveitinga við kynningu á vörum kæranda.

Ríkisskattstjóri féllst á kröfur kæranda að öðru leyti en því, sem þær vörðuðu gjaldfærslu á vörukaupum frá Á.T.V.R. 60.000 kr.

Ríkisskattanefnd tók kröfur kæranda til greina með vísan til gagna málsins og skýringa kæranda.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja