Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 494/1979

Gjaldár 1978

Lög nr. 68/1971, 15. gr.  

Fyrning - Viðskiptavild

Kærð var sú breyting skattstjóra á framtali kæranda gjaldárið 1978 að strika út af rekstursreikningi afskrift viðskiptavildar kr. 448.000.

Viðskiptavild þessa kvað kærandi vera fólgna í leyfi til notkunar tiltekins nafns í firmaheiti sínu, öllum viðskiptasamböndum á þeim markaði, er kærandi starfaði á og framleiddi fyrir, erlendum og innlendum innkaupasamböndum svo og þekkingu og reynslu, er fyrirtækið N hafi verið búið að afla sér, en kærandi keypti reksturinn af því fyrirtæki á árinu 1975. Heildarkaupverð þess rekstrar hefði verið kr. 4.000.000 og þar af hefði viðskiptavild verið talin kr. 2.240.000.

Ríkisskattanefnd taldi bera að staðfesta úrskurð skattstjóra með vísan til þess að lagaheimild skorti til afskriftar á viðskiptavild (goodwill).

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja