Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 272/1979

Gjaldár 1978

Lög nr. 68/1971, 25. gr. B-liður, sbr. 9. gr. laga nr. 11/1975  

Skattlagning sambýlisfólks - Lögheimili

Krafa kæranda var að gjaldárið 1978 yrði hann samskattaður með sambýliskonu sinni, á grundvelli 5. mgr. B-liðar 25. gr. laga nr. 68/1971, sbr. 9. gr. laga nr. 11/1975. Skattstjóri hafði synjað um samsköttun á þeim forsendum, að kærandi og sambýliskona hans ættu ekki lögheimili í sama sveitarfélagi.

Ríkisskattstjóri gerði svofelldar kröfur í málinu:

„Að úrskurður skattstjóra verði staðfestur.

Ekki verður séð að kærandi og sambýliskona hans fullnægi skilyrðum undanþáguákvæða 5. mgr. B-liðar 25. gr. laga nr. 68/1971 með síðari breytingum um samsköttun sambýlisfólks í árslok 1977. Opinber skráning á heimilisfesti og lögheimili hlýtur að ganga framar yfirlýsingum annarra aðila um meint heimilisfang.“

Ríkisskattanefnd féllst á kröfu kæranda, þar sem nægilega þætti í ljós leitt með framlögðum gögnum og skýringum, að kærandi og sambýliskonan hefðu búið saman í óvígðri sambúð árið 1977.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja