Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 578/1979

Gjaldár 1978

Lög nr. 68/1971, 25. gr. C-liður  

Barnabætur - Tvísköttunarsamningur

Kærður var úrskurður skattstjóra þess efnis, að barnabætur skyldu skerðast, þegar álagning færi fram samkvæmt tvísköttunarsamningi við Danmörku. Kærandi, er starfaði á dönsku skipi, átti lögheimili hér á landi ásamt fjölskyldu sinni og naut engra barnabóta í Danmörku. Kærandi krafðist óskertra barnabóta.

Af hálfu ríkisskattstjóra var fallist á kröfu kæranda með svofelldum athugasemdum:

„Ekki er annað að sjá en að raunverulegt skattalegt lögheimili kæranda og fjölskyldu hans sé hér á landi. Barn kæranda dvelst einnig hér. Tvísköttunarsamningsákvæði koma því ekki til skoðunar í þessu falli, heldur einungis ákvæði 25. gr. laga nr. 68/1971 með síðari breytingum.“

Ríkisskattanefnd tók kröfu kæranda til greina.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja