Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 2/1979

Gjaldár 1973-1977

Lög nr. 68/1971, 38. gr., 42. gr. 4. mgr.  

Sönnunarbyrði - Endurupptaka ríkisskattstjóra

Málavextir voru þeir, að rannsóknardeild ríkisskattstjóra bárust upplýsingar frá skattyfirvöldum í Danmörku um inn-stæðu kæranda í tilteknum viðskiptabanka þar í landi. í tilefni af upplýsingum þessum tók ríkisskattstjóri skatt-framtöl kæranda árin 1973-1977 til endurálagningar.

Kærandi mótmælti ekki réttmæti endurupptökunnar, en bar hins vegar fyrir sig, að sonur sinn hefði verið eigandi að u.þ.b. 20% af nefndri innstæðu. Bæri því að lækka þá gjaldstofna, er lágu til grundvallar hækkun ríkisskattstjóra um 20%. Ríkisskattstjóri féllst ekki á þessa kröfu kæranda.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Kærandi hefur ekki sannað eignarhlutdeild sonar að fyrrgreindri innstæðu og á framtölum sonar hans umrædd ár er engar upplýsingar að finna varðandi innstæðu þessa. Með tilvísan til þessa er úrskurður ríkisskattstjóra staðfestur.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja