Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 1374/1979

Gjaldár 1979

Lög nr. 68/1971, 41. gr.  

Kærufrestur - Óviðráðanleg atvik

Málavextir voru þeir, að kæra barst ríkisskattanefnd, eftir að kærufrestur var úti. Kærandi upplýsti, að hann hefði verið fjarverandi vegna sjómennsku, þegar úrskurður skattstjóra barst og hefði af þeim sökum ekki getað komið því við að kæra á réttum tíma. Ríkisskattanefnd taldi að með vísan til þessara atvika mætti taka efnislega afstöðu til málsins.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja