Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 1190/1979

Gjaldár 1978

Lög nr. 8/1972, 36. gr.  

Aðstöðugjaldsskylda - Ríkisfyrirtæki

Kærandi kærði til niðurfellingar álagt aðstöðugjald og kirkjugarðsgjald. Kæranda var og gert að greiða iðnlánasjóðsgjald. Ekki var ágreiningur um álagningu þess. Kærandi studdi kröfu sína um niðurfellingu hinna fyrrnefndu gjalda með vísun í 36. gr. laga nr. 8/1972, um tekjustofna sveitarfélaga, þar sem ríkisfyrirtæki væru m.a. undanþegin aðstöðugjaldi. Skattstjóri synjaði kröfu kæranda með vísan til síðasta málsl. 2. mgr. 36. gr. laga nr. 8/1972, er kvæði svo á, að þrátt fyrir að ríkisfyrirtæki væru undanþegin aðstöðugjaldsskyldu skv. tilvísun 1. málsl. 2. mgr. nefndrar lagagreinar til 6. gr. skattalaga, væri heimilt að leggja aðstöðugjald á þær stofnanir, sem um ræddi í C-lið 10. gr. tekjustofnalaga, en kærandi var meðal þeirra stofnana.

Ríkisskattanefnd staðfesti úrskurð skattstjóra.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja