Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 395/1978

Gjaldár 1976

Lög nr. 68/1971, 3. gr. 3. mgr.  

Laun eiginkonu

Kærandi var eigandi sameignarfélags að 1/3 hluta og tók eiginkona hans laun hjá félaginu. Taldi skattstjóri að lögleyfður frádráttur vegna þessara launatekna væri háður hámarki 3. mgr. 3. gr. vegna þess að um verulega eignarhlutdeild eiginmanns hennar í félaginu væri að ræða.

Ríkisskattanefnd tekur fram, að eigendur að B. s.f., séu kærandi og synir hans tveir. Kærandi skuldbindi félagið einn. Síðan segir:

„Með hliðsjón af framanrituðu þykir aðild kæranda að umræddu fyrirtæki vera með þeim hætti að hér eigi við 3. en ekki 2. mgr. 3. gr. skattalaganna og er úrskurður skattstjóra því staðfestur.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja