Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 1060/1978

Gjaldár 1977

Lög nr. 68/1971, 11. gr.  

Frádráttur v. aukastarfa/messusöngsfrádráttur

Kærandi færði til frádráttar á framtali sínu 60% af tekju-færðum greiðslum fyrir messu- og útfararsöng. Nam frádráttarliður þessi kr. 40.710,-, er skattstjóri lækkaði í kr. 3.000.-.

Kærandi krafðist þess, að frádráttarliðurinn yrði látinn standa óbreyttur og færði fram rök fyrir útlögðum kostnaði við aukastarf þetta. Ekki gerði kærandi grein fyrir því, hvort og þá að hve miklu leyti endurgreiðsla fyrir akstur væri innifalin í tekjufærðum greiðslum fyrir messusönginn kr. 67.850.-.

Ríkisskattanefnd taldi hinn umdeilda frádráttarlið eftir atvikum hæfilega metinn á kr. 20.000.-.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja