Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 1029/1978

Gjaldár 1976

Lög nr. 68/1971, 15. gr. D-liður  

Sérstakar fyrningar - Rekstrarheild

Málavextir voru þeir, að kærandi rak á árinu 1975 þríþætta starfsemi í jafnmörgum sameignarfélögum og var halla og hagnaði hvers einstaks félags skipt að jöfnu til skatts á eigendur. Auk aðildar að atvinnurekstri hafði kærandi launatekjur.

Skattstjóri synjaði kæranda um fyrningafrádrátt flýtifyrninga að fjárhæð kr. 182.285,- á þeirri forsendu, að fyrningafrádráttur samkvæmt fyrstu og síðustu málsgrein D-liðs 15. gr. laga nr. 68/1971 sé því aðeins heimill, að hann myndi ekki rekstrarhalla, en aðild kæranda að atvinnurekstri sýndi halla að fjárhæð kr. 369.131,- og var bæði um að ræða flýtifyrningar og sérstakar fyrningar vegna söluhagnaðar.

Ekki féllst skattstjóri á þá kröfu kæranda, að leggja bæri framtalið í heild til grundvallar, þ.e.a.s. einnig yrði tekið mið af launatekjum, við beitingu nefndra ákvæða 15. gr. skattalaga.

Ríkisskattanefnd staðfesti úrskurð skattstjóra að efni til með vísun til 2. og 5. mgr. D-liðs 15. gr. laga nr. 68/ 1971.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja