Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 330/1977

Gjaldár 1974-1976

Lög nr. 68/1971, 21. gr.  

Skattskylda sparifjár

Kærandi krafðist þess, að bankainnstæða í Danmörku og vextir af sömu bankainnstæðu yrðu talin falla undir undanþáguákvæði 21. gr. og því ekki skattskyld. Mótmælti hann því að 21. gr. gerði mun á erlendum og innlendum bankainnstæðum.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Ekki verður fallist á, að sparifé erlendis njóti skattfrelsis skv. 21. gr. laga nr. 68/1971 hvorki að því er tekur til eignarskatts né skattskyldu af vöxtum. Styðst sú skýring bæði við orðalag greinarinnar og hvernig ákvæðið er komið í núgildandi skattalög, svo og að um undanþágu frá skattskyldu er að ræða, sem þykir bera að skýra þröngt.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja