Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 736/1977

Gjaldár 1976

Lög nr. 68/1971, 25. gr. B-liður  

Ráðstöfun ónýtts persónuafsláttar

Kæranda, er búsettur var erlendis, var gert að greiða eignarskatt af fasteign sinni hér á landi. Krafðist kærandi þess, að ónýttur persónuafsláttur yrði reiknaður sér til frádráttar við greiðslu eignarskattsins.

Ríkisskattanefnd synjaði kröfu kæranda með því að lagaheimild skorti til að greiða eignarskatt með ónýttum persónuafslætti.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja