Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 437/1978

Gjaldár 1977

Lög nr. 68/1971, 25. gr. C-liður  

Barnabætur

Kærandi krafðist þess að fá barnabætur vegna dóttur, sem fædd var 4. des. 1960. Af hálfu kæranda var því haldið fram, að hann hafi aðeins fengið barnabætur í einn mánuð á fæðingarári dóttur sinnar, en væntanlega mun þar átt við fjölskyldubætur skv. þágildandi lögum, þannig að hann hafi aðeins notið bóta vegna hennar í 15 ár og 1 mánuð. Taldi hann sig eiga rétt á barnabótum í full 16 ár lögum samkvæmt.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Í C-lið 9. gr. laga nr. 11/1975 er ákvæði um greiðslu barnabóta og kemur þar fram, að þær skuli aðeins greiddar með barni, sem ekki er fullra 16 ára í byrjun þess almanaksárs sem skattur er lagður á. Með skírskotun til þessa er úrskurður skattstjóra staðfestur.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja