Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 600/1978

Gjaldár 1977

Lög nr. 68/1971, 34. gr.  

Álagningarumdæmi

Í 34. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt segir, að gjaldendur skuli skattlagðir, þar sem þeir eigi lögheimili skv. þjóðskrá hinn 1. des. á viðkomandi skattári. Kærandi nokkur var talinn búsettur í Reykjavík, þar sem skattstjóri áætlaði honum opinber gjöld gjaldárið 1977, þar sem framtal kom ekki fram. Krafðist hann þess, að skattlagning þessi yrði felld niður, þar sem hann væri búsettur í Flateyjarhreppi, en ekki í Reykjavík.

Kæruefni þessu var vísað frá ríkisskattanefnd, þar sem ríkisskattstjóri skal skera úr, ef vafi leikur á hvar gjaldandi skuli skattlagður skv. 34. gr. , 3. mgr. tekjuskattslaga.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja