Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 87/1978

Gjaldár 1976

Lög nr. 68/1971, 37. gr.  

Fyrningarskýrsla

Kærð var sú breyting skattstjóra að hækka tekjur kæranda um kr. 130.000,- vegna ófullnægjandi fyrningarskýrslu.

Af hálfu ríkisskattstjóra var krafist frávísunar, þar sem fullnægjandi svar hafði ekki fengist við fyrirspurn skattstjóra eða fullnægjandi grein gerð fyrir áhaldaeign og hefðu vélar og tæki verið fyrnd 15% eins og þau hefðu verið keypt 1. janúar 1975.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Tæpast er hægt að ætlast til, að kærandi sundurliði áhaldaeign nákvæmlega þegar litið er á starfsemi hans. Hins vegar virðist fyrning tækja sem keypt voru á árinu 1975 of há og er fyrning lækkuð og miðast við 6 mánaða eignarhaldstíma.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja