Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 1083/1978

Gjaldár 1977

Lög nr. 68/1971, 38. gr., sbr. 7. gr.  

Sönnunarbyrði - Lágar tekjur

Kærð var sú breyting skattstjóra á framtali kæranda gjaldárið 1977 að hækka tekjur hans um kr. 200.000,- vegna lágs lífeyris.

Ríkisskattstjóri krafðist frávísunar kærunnar frá ríkisskattanefnd á þeim forsendum, að kæran væri vanreifuð af hálfu kæranda, þar sem gera yrði kröfu um, að kærandi legði fram bók­hald sitt vegna sjálfstæðrar starfsemi, er hann hafði með höndum, þannig að unnt væri að kanna breytingar á bankareikningum og aðrar eignabreytingar. Taldi Ríkisskattstjóri ljóst, að lífeyrir kæranda fengi ekki staðist og fullnægjandi skýringar hefðu ekki komið fram.

Ríkisskattanefnd féllst að sínu leyti á það sjónarmið ríkisskattstjóra, að málið hefði mátt upplýsa betur með rannsókn á bókhaldi kæranda, en þar sem skattyfirvöld hefðu látið hjá líða að gera það, væri málið vanreifað af þeirra hálfu og bæri því að taka kröfu kæranda til greina.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja