Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 701/1976

Gjaldár 1974

Lög nr. 10/1960  

Söluskattur

Kærandi seldi ofaníburð til Vegagerðar ríkisins á árinu 1974. Var honum gert að greiða söluskatt af sölunni, kr. 6.386.-, og auk þess beittur 25% viðurlögum vegna vanrækslu á skýrslugjöf um þetta efni. Krafðist kærandi niðurfellingar söluskatts og viðurlaga.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Svo sem mál þetta liggur fyrir, verður ekki annað séð en um sé að ræða efnissölu til Vegagerðar ríkisins í einstakt sinn. Þykir ekki örugg lagaheimild til álagningar söluskatts og er krafa kæranda tekin til greina.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja