Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 294/1974

Gjaldár 1973

Lög nr. 68/1971, 3. gr. 3. mgr.  

Tekjur eiginkonu

Skattstjóri hafði litið svo á, að tekjur af þjónsstarfi sættu hámarki 3. mgr. 3 gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt og lækkaði frádrátt vegna þeirra í kr. 70.400,-. Kærandi krafðist helmings teknanna til frádráttar.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir að frá heildartekjum af þjónsstarfi kr. 594.516,- hafi verið dregin vinnulaun vegna nema og aðstoðar og annar kostnaður að upphæð kr. 187.040,-. Beri að skýra orðin "fyrirtæki eða félag" í 3. gr. það rúmt að þau taki til þessarar starfsemi. Var úrskurður skattstjóra því staðfestur.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja