Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 15/1974

Gjaldár 1974

Lög nr. 68/1971, 3. gr. 3. mgr.  

Laun eiginkonu

Kærandi átti rúmlega 3/4 hlutafjár í hlutafélagi nokkru. Eiginkona hans vann hjá hlutafélaginu og var ágreiningsefnið það, hvort frádráttur konunnar takmarkaðist af 3. mgr. 3. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt.

Talið var, að eignaraðild kæranda að hlutafélaginu væri svo veruleg, að frádráttur vegna launa eiginkonu hans takmarkaðist við 1/4 hluta persónufrádráttar hjóna, sbr. fyrrnefnda lagagrein.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja