Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 920/1974

Gjaldár 1973

Lög nr. 68/1971, 7. gr., 10. gr. B-liður  

Skaðabætur, skattskylda

Kæranda voru dæmdar bætur vegna slyss, sem hann varð fyrir í starfi sínu sem brunaliðsmaður. Námu bæturnar ásamt vöxtum samtals kr. 140.788,00. Skattstjóri reiknaði kæranda fjárhæðina til tekna, en úrskurði þeim vildi kærandi ekki una og krafðist, að bætur þessar yrðu úrskurðaðar skattfrjálsar.

Af hálfu ríkisskattstjóra var krafist, að bætur vegna tekjutaps kr. 46.875,00 og vextir kr. 11.293,00 væru reiknaðar til skattgjaldstekna. Bætur fyrir útlagðan kostnað yrðu taldar skattskyldar, en til frádráttar kæmi sama fjárhæð. Bætur fyrir miska o.fl. kr.75.000,- teldist ekki til skattskyldra tekna.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

"Fallast ber á kröfu ríkisskattstjóra um skattlagningu á bótum vegna tekjutaps kr. 46.875,00 og vöxtum kr. 11.293,00. Krafa kæranda er að öðru leyti tekin til greina að því er varðar miskabætur og útlagðan kostnað."

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja