Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 888/1974

Gjaldár 1973

Lög nr. 68/1971, 7. gr. E-liður  

Söluhagnaður bifreiðar - Bifreiðastyrkur

Málavextir voru þeir, að skattstjóri reiknaði kæranda til skattskyldra tekna, mismun á söluverði og bókfærðu verði bifreiðar kæranda kr. 74.064,00, þar sem bifreiðin hafði verið skemur en tvö ár í eigu kæranda. Bókfært verð bifreiðarinnar var þannig fundið, að heildar-fyrning, sem kærandi hafði fengið frádregna bifreiðastyrkjum á eignarhaldstímanum var dregin frá kaupverðinu.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

"Bifreiðastyrkur sá, er í málinu greinir, er endurgreiðsla á útlögðum rekstrarkostnaði bifreiðar, sem til var stofnað vegna aksturs í þágu vinnuveitanda kæranda. Ríkisskattanefnd lítur svo á, að hér sé eigi um að ræða bifreið, sem notuð sé sem atvinnurekstrartæki og því beri í þessu tilviki að reikna söluágóðann, svo sem fyrir er mælt í 3. málslið 2. mgr. E-liðs 7. gr. laga nr. 68/1971.

Söluverð bifreiðarinnar var ............. kr. 400.000,00

Kaupverð - - ............. - 372.740,00

Skattskyldur söluágóði .................. kr. 27.260,00

Áður reiknaður skattskyldur söluágóði af bifreiðinni lækkar því um kr. 46.804,00."

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja