Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 1238/1975

Gjaldár 1974

Lög nr. 68/1971, 7. gr. E-liður  

Söluhagnaður fasteignar

Ágreiningur varð um hvernig reikna skyldi söluhagnað af fasteigninni A, sem seld hafði verið í makaskiptum fyrir fasteignina B, hafði kærandi fengið kr. 100.000,- í milligjöf. Fasteignin B var síðar seld fyrir kr. 2.100.000,-.

Skattstjóri reiknaði söluhagnaðinn þannig:

Söluverð á B ................ kr. 2.100.000,-
+ milligjöf ................ _-__ 100 .000, -
Kr. 2.200.000,-

Kostnaðarverð A ... kr. 759.724,-
Lagt í B .. - 272.766,-
Sölulaun og stimpgj. - 25.000,- - 1.057.490,-
Hagnaður vegna sölu A .......... kr. 1.142.510,-

Kærandi færði hins vegar rök að því að við makaskiptin hefði fasteignin A verið metin á kr. 1.450.000,- og væri söluhagnaður af henni rétt reiknaður þannig:

Söluverð A ...... kr.1.450.000,-
÷ sölulaun ....... - 15.000,- kr. 1.435.000,-

÷ byggingarkostn skv. húsbygg-
ingarskýrslu .................... - 759.724,-

Skattskyldur hagnaður ......... kr. 675.276,-

Þar sem kærandi gat leitt rök að því, að við makaskiptin hefði verið miðað við að söluverð A væri 1.450.000,- var af hálfu ríkisskattanefndar fallist á kröfu hans, enda höfðu orðið miklar verðhækkanir frá því að makaskiptin urðu og þangað til B var seld.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja