Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 144/1974

Gjaldár 1973

Lög nr. 68/1971, 15. gr. C-liður  

Fyrningar

Málavextir voru þeir, að kærandi krafðist þess að mega fyrna trésmíðavélar um 13,5% á ári. Taldi hann að hér væri um að ræða vélar og tæki til mannvirkjagerðar og féllu þær því undir 1. tl. C-liðar 15. gr. Skattstjóri taldi hins vegar að tæki þessi féllu undir 2. tl. hvað fyrningu snerti og væri því hámarksfyrning þeirra 12,5%.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir, að með hliðsjón af heimildarákvæðum D-liðar 15. gr. Þyki eigi efni til að lækka gjaldfærðan fyrningarfrádrátt, enda þótt hámarksfyrning tækjanna sé 12,5% sbr. 2. tl. C-liðar sömu lagagreinar. Voru kröfur kæranda því teknar til greina.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja