Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 969/1974

Gjaldár 1973

Lög nr. 68/1971, 38. gr.  

Framtal, undirritun

Kærð var tekjuviðbót skattstjóra, kr. 19.000,-, sem lögð var á skattgjaldstekjur hlutafélags nokkurs á þeirri forsendu að stjórn félagsins hefði ekki undirritað skattframtalið.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir, að kærandi hafi við frumálagningu verið skattlagður eftir framtali undirrituðu af framkvæmdastjóra sínum. Ekki hafi komið fram í málinu næg tilefni til að gera honum skatt að nýju eftir 38. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt, enda hafi hann verið hættur eiginlegum atvinnurekstri á árinu. Var umrædd teknaviðbót því felld niður.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja