Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 593/1975

Gjaldár 1974

Lög nr. 68/1971, 38. gr., 7. gr.  

Sönnun - Lágar tekjur

Kærð var sú breyting skattstjóra á framtali kæranda gjaldárið 1974 að hækka tekjuhlið framtals um kr. 221.250,- vegna óeðlilega lágra framtaldra tekna af vinnu á rakarastofu.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

"Í málinu er eigi leitt í ljós, að framtal kæranda sé byggt á ófullnægjandi gögnum. Bók sú, er kærandi hélt yfir pantanir viðskiptavina sinna, telst ekki hluti af lögskipuðu bókhaldi hans. Þá þykir "ætluð" breyting á tekjum kæranda af vinnu á rakarastofu eigi nægileg ástæða ein út af fyrir sig til að áætla tekjuauka þann, er málið snýst um. Ber því að taka kröfu kæranda til greina."

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja