Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 316/1974

Gjaldár 1973

Lög nr. 68/1971, 41. gr.  

Kæruheimild ríkisskattstjóra

Kærð voru m.a. viðurlög sem skattstjóri hafði lagt á tekjur og eign kæranda. Af hálfu ríkisskattstjóra var krafist hækkunar viðurlaga. Kæran var of seint fram komin til ríkisskattanefndar og var henni vísað frá.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir m.a.:

"Með því að kæra frá gjaldanda barst of seint til ríkisskattanefndar, þá opnar hún ekki rétt til handa ríkisskattstjóra til að koma að kröfu um hækkun gjalda. Krafa ríkisskattstjóra barst þann 22. mars 1974 og er því of seint fram komin, sbr. 2. mgr. 41. gr. téðra laga."

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja