Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 600/1973

Gjaldár 1972

Lög nr. 68/1971, 7. gr. D-liður  

Arður - Afturvirkni laga

Með 12. gr. laga nr. 68/1971 var mælt fyrir um takmarkaða tekjuskattsgreiðslu af arði af hlutafé. Kærandi krafðist þess, að njóta góðs af þessu ákvæði þar sem hann hefði fengið greiddan arð á því tímabili sem lagagrein þessi var í gildi.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Með lögum nr. 7/1972 var áðurgreindur B-liður 12. gr. laga nr. 68/1971 felldur úr gildi og jafnframt svo fyrir mælt í 23. gr. laganna, að þau skyldu koma til framkvæmda við álagningu skatta til ríkissjóðs fyrir skattárið 1971. Almennt er heimilt og á það við hér að láta breytingu á skattalögum, sem sett eru, áður en skattskrá er lögð fram, gilda um gjaldstofna undanfarins skattárs.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja