Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 1136/1973

Gjaldár 1972

Lög nr. 68/1971, 7. gr. E-liður  

Söluhagnaður - Afturvirkni laga

Á skattárinu 1971 seldi kærandi bifreið sína R- M. Bens 1968, sem hann hafði keypt þann 8. des. 1967 og notaði sem leigubifreið til fólksflutninga. Bókfært verð bifreiðarinnar á söludegi þann 8. mars 1971 var kr. 117.357,00, en söluverðið kr. 335.000,00. Reiknaði skattstjóri kæranda til tekna helming söluhagnaðar.

Kærandi krafðist þess, að teknaviðbótin væri felld niður og benti m.a. á, að hann hefði verið búinn að eiga bifreiðina á fjórða ár. Í gildi hafi verið ákvæði 1. mgr. E-liðar 7. gr. laga nr. 90/1965 þess efnis, að hagnaður af sölu lausafjár væri skattfrjáls, hefði seljandi átt hina seldu eign í þrjú ár, enda kæmu ekki til þær sérstöku ástæður, er þar greinir og hér skipta ekki máli.

Ríkisskattanefnd féllst á sjónarmið kæranda á sömu forsendum og koma fram í úrskurði nr. 1129 og 1132, 1973.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja