Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 186/1973

Gjaldár 1971

Lög nr. 68/1971, 11. gr., 12. gr., 13.gr., 16. gr.  

Náms- og kynnisferðir

Málavextir voru þeir, að kærandi, sem var leikari að atvinnu, fór til London sumarið 1970 til þess að kynna sér leikhúslíf. Krafðist kærandi þess, með vísan til 32. gr. C-liðar og 35. gr. C-liðar reglug. nr. 245/1963 um tekjuskatt og eignarskatt að fá ferðakostnaðinn til frádráttar.

Ríkisskattanefnd hafnaði því, að kynnisferðir sem þessar féllu undir tilvitnuð lagaákvæði og taldi ekki vera fyrir hendi heimild í skattalögum til þess að veita umbeðinn frádrátt.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja