Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 201/1992

Gjaldár 1991

Lög nr. 75/1981 — 69. gr. C-liður  

Íbúðarhúsnæði-Íbúðarlán-Vaxtagjöld-Vaxtabætur-Íbúðarhúsnæði,öflun-Öflun íbúðarhúsnæðis-Eigin notkun-Eigin notkun íbúðarhúsnæðis-Íbúðarhúsnæði,eigin notkun-Notkun húsnæðis-Lögheimili-Útleiga-Útleiga íbúðarhúsnæðis-Húsaleigutekjur

Kærð er synjun skattstjóra um vaxtabætur kæranda til handa við álagningu opinberra gjalda gjaldárið 1991. Ástæður skattstjóra voru þær, að kærandi hefði keypt íbúð að X á árinu 1990 og leigt hana út, en búið allt árið að Y og átt þar lögheimili. Ætti kærandi því ekki rétt til vaxtabóta. Í kæru sinni til ríkisskattanefndar krefst kærandi vaxtabóta með svofelldum rökum: Í úrskurðinum er því hafnað að kaup íbúðar að X sé til eigin nota þar sem ofanrituð hefur ekki búið í íbúðinni. Þrátt fyrir að ofanrituð hafi ekki búið í íbúðinni til þessa er það fyrst og fremst af hagkvæmnisástæðum, enda fyrirhugar ofanrituð að flytja fljótlega inn í íbúð sína, og ljóst að um er að ræða kaupa á íbúðahúsnæði til eigin nota og þannig á ofanrituð rétt á vaxtabótum í samræmi við C-lið 69. gr. nr. 75/1981.“

Með bréfi, dags. 30. janúar 1992, krefst ríkisskattstjóri þess f.h. gjaldkrefjenda, að úrskurður skattstjóra verði staðfestur með vísan til forsendna hans.

Úrskurð skattstjóra þykir bera að staðfesta með vísan til forsendna hans.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja