Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 1259/1973

Gjaldár 1972

Lög nr. 68/1971, 15. gr.  

Fyrning fasteigna

Kærð var sú breyting skattstjóra á framtali kæranda 1972 að lækka gjaldfærða fyrningu verksmiðjuhúss skv. 1. mgr. D-liðar 15. gr. laga nr. 68/1971, sbr. lög nr. 7/1972, um kr. 11.013,00. Heimilaði skattstjóri kæranda ekki að reikna nefnda fyrningu af kostnaðarverði fasteignarinnar, heldur af kostnaðarverði að frádreginni fyrningu til ársloka 1970. Ríkisskattanefnd féllst á kröfu kæranda með vísan til fyrrnefndrar lagagreinar.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja