Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 234/1973

Gjaldár 1971

Lög nr. 68/1971, 37. gr. 2. mgr., 38. gr. 2. mgr.  

Hækkun áætlunar

Kærandi taldi eigi fram og áætlaði skattstjóri honum kr. 300.000,00 í hreinar tekjur. Sú teknaáætlun var 26.4.1972 hækkuð í kr. 600.000,00. Þar eð engin ný gögn virðast hafa legið fyrir í málinu þann 26.4.1972, sem réttlæti hækkun áætlaðra tekna úr kr. 300.000,00 í kr. 600.000,00 taldi ríkisskattanefnd með tilvísun til 38. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt að lækka bæri tekjuáætlunina í kr. 300.000,00.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja