Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 269/1991

Gjaldár 1989

Lög nr. 75/1981 — 63. gr. 3. mgr. — 64. gr. 1. mgr. — 68. gr. A-liður — 100. gr. 5. mgr. — 121. gr. 3. mgr.   Lög nr. 45/1987 — 9. gr. 2. og 3. mgr. — 13. gr.   Reglugerð nr. 79/1988 — I. kafli  

Sambýlisfólk — Óvígð sambúð — Sköttun sambýlisfólks — Sambúðartími — Persónuafsláttur — Persónuafsláttur í staðgreiðslu — Millifærður persónuafsláttur frá maka — Persónuafsláttur, millifærður frá maka — Kröfugerð ríkisskattstjóra — Staðgreiðsla opinberra gjalda — Skattkort — Skattkort maka — Álagning — Álagning, almenn — Álagning að liðnu tekjuári — Staðgreiðsla og álagning, mismunur

Kærandi krefst þess, að skattlagningu hans og fyrrverandi sambýliskonu, verði hagað eftir þeim reglum, sem gilda um hjón fram til sambúðarslita í septemberlok 1988, en kærandi kveðst hafa nýtt 80% af persónuafslætti sambýliskonunnar í staðgreiðslu það tímabil. Fram kemur, að fyrrverandi sambýliskona kæranda hefur ekki fengist til að samþykkja umbeðna skattlagningartilhögun fyrir sitt leyti. Kærandi getur þess, að sambýliskonan hafi ekki haft neinar tekjur á árinu 1988. Kærandi hefur skipt tekjum sínum árið 1988 á framtöl miðað við nefnd tímabil.

Með bréfi, dags. 14. nóvember 1990, hefur ríkisskattstjóri fallist á kröfu kæranda.

Það er ófrávíkjanlegt lagaskilyrði fyrir hinni umkröfðu skattmeðferð, að báðir sambúðaraðilar óski hennar skriflega, sbr. niðurlagsákvæði 3. mgr. 63. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt. Slík beiðni beggja aðila liggur ekki fyrir í máli þessu. Að svo vöxnu verður ekki hjá því komist að vísa kærunni frá.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja