Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 414/1991

Gjaldár 1989

Lög nr. 73/1980 — 34. gr. — 38. gr.   Lög nr. 75/1981 — 2. gr. 1. mgr. 1. tl. — 4. gr. 5. tl. — 95. gr. 2. mgr. — 99. gr. 1. mgr. 2. ml.   Lög nr. 59/1983 — IV. kafli   Reglugerð nr. 81/1962 — 5. gr. 3. tl.  

Aðstöðugjald — Aðstöðugjaldsskylda — Aðstöðugjaldsskyldur aðili — Aðstöðugjaldsgreinargerð — Aðstöðugjaldsundanþága — Skattlagningarstaður — Skattlagningarstaður aðstöðugjalds — Aðalatvinnurekstur — Lögheimilissveitarfélag — Sjúkrahús — Sjúkrahússrekstur — Heilbrigðisþjónusta — Hlutafélag — Lögaðili — Skattskylda — Skattskylda hlutafélags — Upphaf skattskyldu — Upphaf skattskyldu hlutafélags — Stofndagur hlutafélags — Tilkynning til hlutafélagaskrár — Hlutafélagaskrá — Skattfrelsi — Skattfrjáls lögaðili — Lögaðili, skattfrjáls — Almenningsheill — Líknarstarfsemi — Síðbúin framtalsskil — Áætlun — Áætlun skattstofna — Skattframtal í stað áætlunar — Skattframtal tekið sem kæra — Atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands — Hagstofa Íslands, atvinnuvegaflokkun

Málavextir eru þeir, að af hálfu kæranda, sem er hlutafélag, er stofnað var á árinu 1988, var ekki talið fram til skatts innan tilskilins framtalsfrests árið 1989. Við frumálagningu gjaldárið 1989 sætti kærandi því áætlun á skattstofnum af hendi skattstjóra. Þó áætlaði skattstjóri kæranda ekki aðstöðugjaldsstofn. Skattstjóri móttók framtal kæranda árið 1989 hinn 17. júlí þ.á. Tók hann framtalið sem kæru, sbr. 2. ml. 1. mgr. 99. gr. laga nr. 75/1981, og kvað upp kæruúrskurð hinn 8. október 1990 að undangengnum bréfaskriftum. Féllst skattstjóri á að leggja framtalið til grundvallar álagningu opinberra gjalda kæranda gjaldárið 1989 með nokkrum breytingum, sem ekki er ágreiningur um. Þessu innsenda skattframtali kæranda fylgdi greinargerð um aðstöðugjaldsstofn, þar sem af hálfu kæranda var leiddur fram stofn til skatts þessa vegna starfseminnar X svo sem tilgreint var í gagni þessu. Skattstjóri lagði aðstöðugjald á kæranda í samræmi við greinargerðina og nam álagt aðstöðugjald 1.103.320 kr. Ekki bar aðstöðugjaldsskyldu kæranda á góma við meðferð skattstjóra á máli hans.

Af hálfu kæranda hefur kæruúrskurði skattstjóra verið skotið til ríkisskattanefndar með kæru, dags. 6. nóvember 1990. Krefst kærandi niðurfellingar á álögðu aðstöðugjaldi með svofelldum rökum:

„X hf. er sjúkrastofnun og skráð samkvæmt því í atvinnuvegaflokkun Hagstofunnar, í flokk 825. Samkvæmt 34. gr. laga nr. 73/1980, um tekjustofna sveitarfélaga og sbr. 3. tl. 5. gr. reglugerðar nr. 81/1962 er starfsemi sjúkrahúsa undanþegin aðstöðugjaldi. Þar af leiðandi teljum við starfsemi félagsins vera undanþegna aðstöðugjaldi og förum fram á að álagning þess árið 1989 verði felld niður.“

Með bréfi, dags. 8. mars 1991, hefur ríkisskattstjóri f.h. gjaldkrefjanda fallist á kröfu kæranda með hliðsjón af framkomnum skýringum og gögnum.

Kærandi, sem er hlutafélag, var stofnaður 30. janúar 1988, sbr. tilkynningu til hlutafélagaskrár, dags. sama dag, er birtist í Lögbirtingablaðinu árið 1988. Af hálfu kæranda var talið fram til skatts árið 1989 og er enginn ágreiningur um það, að kærandi sé skattskyldur til tekju- og eignarskatts, sbr. 1. tl. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 75/1981. Af hálfu kæranda var skilað sérstakri aðstöðugjaldsgreinargerð með skattframtali árið 1989 og taldi kærandi sig aðstöðugjaldsskyldan. Í kæru til ríkisskattanefndar, dags. 6. nóvember 1990, telur kærandi sig hins vegar falla undir undanþáguákvæði 3. mgr. 34. gr. laga nr. 73/1980, um tekjustofna sveitarfélaga, með síðari breytingum með því að hann teljist reka sjúkrahús í skilningi undanþáguákvæðis þessa. Engin viðhlítandi greinargerð liggur fyrir af hendi kæranda um stöðu starfsemi hans sem sjúkrahúss, sbr. m.a. IV. kafla laga nr. 59/1983, um heilbrigðisþjónustu. Að svo vöxnu er því ekki unnt að taka kröfu hans til greina á þessum grundvelli. Nefnt aðstöðugjald var lagt á kæranda í Reykjavík. Fram kemur í bréfi umboðsmanns kæranda til skattstjóra, dags. 17. apríl 1990, að stærstur hluti starfsemi hans fer fram að A [í sveitarfélaginu B]. Fékk því ekki staðist að leggja gjaldið til Reykjavíkur. Af þeim sökum er það niður fellt.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja