Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 816/1991

Gjaldár 1989

Lög nr. 75/1981 — 32. gr. 1. og 2. tl. — 38. gr. 3. tl., 4. tl. b-liður og 5. tl.   Reglugerð nr. 171/1984 — 1. gr. 1. mgr. b-liður  

Fyrning — Fyrnanleg eign — Fasteign — Lausafé — Fyrnanleg fasteign — Fyrnanlegt lausafé — Fyrningarhlutfall — Heimtaug — Fyrning heimtaugar — Endurbætur — Endurbætur atvinnuhúsnæðis — Atvinnuhúsnæði

Kærumál þetta snýst um þá ákvörðun skattstjóra að lækka gjaldfærðar fyrningar um samtals 541.575 kr., sem leiddi til þess, að yfirfæranlegt rekstrartap lækkaði úr 17.929.627 kr. í 17.388.052 kr. Fólst þessi breyting skattstjóra í því að hann í fyrsta lagi lækkaði fyrningarhlutfall ýmissa áhalda úr 15% í 12%, í öðru lagi lækkaði hann fyrningarhlutfall rafmagnsheimtaugar úr 15% í 4% með þeim rökum að hana bæri að færa með viðkomandi fasteign, og í þriðja lagi lækkaði hann af sömu ástæðum fyrningarhlutfall kostnaðar við breytingar á húsnæði úr 15% í 4%. Af hálfu kæranda er þess krafist að framangreindar breytingar verði felldar úr gildi.

Með bréfi, dags. 22. nóvember 1990, krefst ríkisskattstjóri þess fyrir hönd gjaldkrefjenda, að úrskurður skattstjóra verði staðfestur með vísan til forsendna hans.

Með vísan til skýringa kæranda er fallist á kröfu hans varðandi fyrningarhlutfall áhalda, en að öðru leyti er úrskurður skattstjóra staðfestur.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja