Frestur til afgreiðslu máls

Prenta

Þegar yfirskattanefnd hefur borist fullnægjandi kæra skal hún tafarlaust send stjórnvaldi sem tók hina kærðu ákvörðun (ríkisskattstjóra, tollstjóra eða sýslumanni) til gagnaöflunar og framlagningar umsagnar. Frestur stjórnvaldsins til að leggja fram þessi gögn er 45 dagar frá því að kæran barst því. 

Yfirskattanefnd skal úrskurða kæru eins fljótt og auðið er og eigi síðar en sex mánuðum eftir að nefndinni hefur borist fyrrgreind gögn frá stjórnvaldi. Berist málsgögn ekki innan fyrrgreinds frests reiknast sex mánaða fresturinn allt að einu frá lokum frests stjórnvaldsins til að leggja þau gögn fram.